Skipulagsnefnd

313. fundur 04. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:30 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034

Skipulagsnefnd ræðir hugmyndir um gerð deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.

Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að leita tilboða hjá skipulagshönnuðum vegna ráðgjafar við vinnu deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.

 

2.  Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003

Margrét Silja Þorkelsdóttir, deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, kemur á fund skipulagsnefndar og gerir grein fyrir hönnun nýs vegar austur fyrir Hrafnagilshverfi. Margrét gerir sérstaklega grein fyrir því að mikið grjót þurfi vegna rofvarnar fyrir veginn og kemur á framfæri beiðni um að efnistökustað sé bætt við aðalskipulag í því tilliti. 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?