Skipulagsnefnd

322. fundur 17. febrúar 2020 kl. 15:00 - 16:50 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022

Jón Helgi Helgason verður gestur á fundinum. Farið verður yfir slysatíðni og umferðartölur í sveitarfélaginu og verður markmiðasetning fyrir áætlunina helsta viðfangsefni fundarins.

Á fundinn mætti Jón Helgi Helgason sem mun sitja í samráðshóp skipulagsnefndar sem íbúi í sveitarfélaginu. Farið var yfir slysa- og umferðartölur og setti nefndin fram hver aðalmarkmið áætlunarinnar verða. 

Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?