Skipulagsnefnd

325. fundur 23. mars 2020 kl. 15:00 - 16:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga - 2001009
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis ÍB12 í Kotru, unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búgarði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að auglýsa deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda sé bætt við greinargerð skipulags ákvæði um að í kaupsamningi lóða á svæðinu sé kvöð um aðild að götufélagi sem annist rekstur og þjónstu götu og fráveitu. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til við sveitarstjór að samþykkt verði að gera óverulega breytingu á gildandi aðalskipualagi sveitarfélagsins þannig að mörk landnotkunarreits séu samræmd við skipulagssvæði deiliskipulags.
Samþykkt

2. Byttunes (Kroppur) - beiðni um aðalskipulagsbreytingu - 2003017
Hörður Snorrason óskar fyrir hönd Heimavallar ehf. eftir því að landnotkunarflokki landeignarinnar Byttuness nyrst í Hrafnagilshverfi verði breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en kallar eftir ítarlegri útlistun á starfsemi sem fyrirhuguð er á spildunni, auk þess sem afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis skuli samræmast legu fyrirhugaðra vega og gatna á svæðinu. Afgreiðslu málsins er frestað.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?