Skipulagsnefnd

328. fundur 19. maí 2020 kl. 15:00 - 17:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinson sveitarstjóri
  • Árni Ólafsson
  • Lilja Filippusdóttir
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Fundinn sátu auk skipulagsnefndar, Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir
Dagskrá:

1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og skipulagsnefndar var farið yfir hesltu forsendur sem arkitektar hafa unnið út frá og haft af leiðarljósi við deiliskipulagstillöguna.
Við tillöguna hefur verið horft til íbúaþróunar, aldursdreifingar, umferðarálags og óhappa sem og aðalskipulags. Einnig hefur verið horft til þeirra íbúðarsvæða sem eru líkleg til framtíðaruppbyggingar hverfisins.
Farið var yfir mikilvægi þess að þrengja ekki of mikið að skóla og íþróttamannvirkjum og komið inná skipulag umferðar með tilliti til aðkomu að skóla. Þá sáu fundarmenn fyrir sér að skólabyggingar muni nýtast safélaginu enn meira í framtíðinni.
Farið var yfir lagningu nýrrar Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram árbakkanum og umhverfinu þar á milli þar sem rætt var um að gera tjörn til að slíta veginn frá hverfinu. Þá var rætt um að breya lögun á núverandi vegi sem liggur í gegnum hverfið svo það móti umhverfið og verði hluti karakters þess.
Sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi vinna áfram með arkitektum og aðstoða við gagnaöflun og annað sem uppá vantar svo málið vinnist áfram. Arkitektar munu útbúa kynningu fyrir íbúa á deiliskipulaginu samhliða skipulagslýsingu sem stefnt er á að taka fyrir á skipulagsnefndarfundi þann 15.júní. Íbúakynning á deiliskipulagslýsingu verður í kjölfar þess.
Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?