Skipulagsnefnd

330. fundur 15. júní 2020 kl. 15:00 - 17:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Emilía Baldursdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Byttunes (Kroppur) - beiðni um aðalskipulagsbreytingu - 2003017
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar ehf. óskar eftir að landeigninni Byttunesi verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Fyrir liggur nánari skilgreining á fyrirhugaðri starfsemi á landeigninni, þ.e. að á henni verði starfrækt nærþjónusta fyrir íbúðarhverfið og hreinleg atvinnustarfsemi. Afgreiðslu erindisins var frestað á 325. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, og verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi sé bætt við skipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingartillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing frá Teiknistofu arkitekta vegna deiliskipulags Hrafnagilshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að gera nokkrar breytingar á skipulagslýsingu sjá minnisblað í viðhengi fundargerðar. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsverkefnið verði kynnt fyrir almenningi á kynningarfundi þann 24. júní nk.
Samþykkt

3. Byttunes - bílastæði - 2006009
Hörður Snorrason óskar f.h. Heimavallar ehf. eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að bílastæði verði útbúið við Byttunes þegar Eyjafjarðarbraut færist.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuðum verði falið að útfæra bílastæði í samræmi við erindi sendanda í deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi sem nú er í vinnslu.
Samþykkt

4. Hólasandslína 3 - framkvæmdaleyfisumsókn - 2006012
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi Inga Ásmundssyni sem f.h. Landsnets óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hólasandslínu 3. Erindinu fylgja lýsing mannvirkja unnin af Eflu verkfræðistofu dags. júní 2020, kort af línuleið dags. 2020-05-26, skýrsla Hafró vegna þverana Laxár og Eyjafjarðarár, umsögn Veiðifélags Eyjafjarðarár, leyfi Fiskistofu vegna þverunar Eyjafjarðarár, vilyrði Vegagerðarinnar vegna þverunar þjóðvega.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem settar voru fram við yfirferð á umsóknargögnum á 326. fundi nefndarinnar á fullnægjandi hátt. Nefndin telur ennfremur að fyrirliggjandi umsóknargögn geri fullnægjandi grein fyrir framkvæmdinni og að framkvæmdin samræmdist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og samþykktri matsskýrslu dags. 19. september 2019. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi.
Samþykkt

5. Hólasandslína 3 - efnistökusvæði í landi Kaupangs - 2004020
Fyrir fundinum liggur skipulagsuppdráttur dags. 2020-05-18 unninn af Ómari Ívarssyni sem sýnir efnistökusvæði á Bíldsárskarði sem nýta á við byggingu Hólasandslínu 3.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu sé auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða öðrum breytingum á aðalskipulagi sem nú eru í vinnslu.
Samþykkt

6. Hvammur - framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis við hjólastíg - 2006016
Hörður Snorrason óskar f.h. Heimavallar ehf. eftir framkvæmdaleyfis vegna bílastæðis við hjólastígs til Hrafnagils í landi Hvamms. Erindinu fylgir uppdráttur frá Ými ráðgjöf.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, með fyrirvara um að samþykki Vegagerðarinnar liggi fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Samþykkt

7. Kotra - framkvædaleyfi gata og fráveita 2020 - 2006013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Pétri Karlssyni sem fyrir hönd Stalls ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar gatna og fráveitu í öðrum áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru. Erindinu fylgir grunnmynd af götu frá Guðmundi H. Gunnarssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að skipulagsfulltrúa sé falið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og einnig vegna fráveitu ef erindi þar að lútandi berst fyrir fund sveitarstjórnar.
Samþykkt

8. Bakkatröð fráveita - framkvæmdaleyfisumsókn - 2006017
Eyjafjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar nýrrar rotþróar við Bakkatröð og frágangs eldri rotþróar og siturlagnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Eflu verkfræðistofu dags. 2020-06-11.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi.
Samþykkt

9. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegakerfis - 2006019
Valur Ásmundsson sækir f.h. Hestamannafélagsins Funa um framkvæmdaleyfi vegna lagningar reiðleiðar í landi Klaufar og Brúna í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ennfremur er sótt um framkvæmdaleyfi til lagningar reiðleiða í efri byggð skv. uppdrætti frá Jónasi Vigfússyni 2020-06-04.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi samþykki landeigenda fyrir fyrir sveitarstjórnarfund. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við aðalskipulag.
Samþykkt

10. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Gilsáreyrum - 2006020
Heimir Gunnarsson sækir f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna 4.000 m3 efnistöku úr efnistökusvæði E9 í landi Gilsár. Efnið á að nota til uppbyggingar Eyjfjarðarbrautar vestri.
Skipulagsnefnd liggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir samþykki landeiganda áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Getum við bætt efni síðunnar?