Skipulagsnefnd

338. fundur 01. febrúar 2021 kl. 15:00 - 18:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Hákon Bjarki Harðarson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

7. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum - 1912009
Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður mætir á fund nefndarinnar og gerir grein fyrir þýðingu dóms Landsréttar í máli um dómskvaðningu matsmanns vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu svínabús í landi Torfa.
Gefur ekki tilefni til bókunar.
Samþykkt

1. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir landeignina Espigerði við Leifsstaðabrúnir, unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 2020-12-16.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunni sé vísað í lögformlegt auglýsingarferli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að vikið sé frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá tengivegi, en bendir á að gildistaka skipulagsins sé háð undanþágu ráðherra hvað þetta varðar.
Samþykkt

2. Hálendisþjóðgarður - 2008028
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt

3. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Theodór Gunnarssyni og Juliu Gunnarsson þar sem óskað er eftir undanþágu frá kröfu skipulagsreglugerðar um 100 m fjarlægð fyrirhugaðra íbúðarhúsa í landi Bjarkar frá Eyjafjarðarbraut eystri.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki fyrir sitt leyti að undanþága sé veitt vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá þjóðvegi og að skipulagsfulltrúa sé falið að afla undanþágu ráðherra.
Samþykkt

4. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Nefndin ræðir um framvindu deiliskipulagsgerðar fyrir Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd áréttar að tillit sé tekið til reiðleiðar meðfram nýrri Eyjafjarðarbraut bæði innan þéttbýlismarka og sunnan þéttbýlis, götulýsingar nýrrar vegtengingar Hrafnagilshverfis, auk þess sem nefndin telur æskilegt að reikna með undirgöngum fyrir gangandi umferð við Miðbraut.
Samþykkt

5. Vegir til almennrar umferðar í aðalskiplagi - 2101013
Nefndin fjallar um umferðarrétt á vegum í sveitarfélaginu með hliðsjón af 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Skipulagsnefnd telur ástæðu til að kortleggja hvaða vegir innan sveitarfélagsins sem ekki eru á vegaskrá ættu að vera í skránni, og að þeir verði færðir inn í aðalskipulag skv. ofangreindri grein laga um náttúruvernd.
Samþykkt

6. Leyningur - frístundahús 2021 - 2101014
Skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins hefur borist umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna nýbyggingar frístundahúss á lóðinni Leyningur land L190895. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti byggingarreit vegna hússins árið 2003 og gefið var út byggingarleyfi árið 2004. Ekki varð þó af smíði hússins þá og féll byggingarleyfið úr gildi.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrri afgreiðslur málsins.
Samþykkt

8. Espihóll og Espigrund II - Óskað eftir landsskiptum úr jörðunum - 2101015
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ástu Guðrúnu Jónsdóttur, Kristni Viðari Jónssyni og Jóhannesi Ævari Jónssyni þar sem farið er fram á samþykki sveitarstjórnar við landskiptum í landi Espihóls og Espigrundar II.
Skipulagsnefnd bendir á að umræddar lóðir hafi verið stofnaðar fyrir nokkrum árum og telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við landskiptin nú, enda undirrita eigendur landsins sem um ræðir erindið.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?