Skipulagsnefnd

339. fundur 22. febrúar 2021 kl. 15:00 - 16:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jóhannes Ævar Jónsson formaður

Dagskrá:

1. Kaupangur - Umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2102010
Olga Ágústsdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar undir íbúðarhúsið í Kaupangi skv. hnitsettu lóðarblaði frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2020-10-15.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði gagnkvæmri kvöð um aðgengi til handa lóðarhafa og eiganda bújarðar þinglýst á báðar landeignir.
Samþykkt

2. Reykhús - Varðandi framkvæmdaleyfi frá 2019 - 2102012
Páll Ingvarsson sækir um framlengingu á framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði E24C í landi Reykhúsa. Framkvæmdaleyfi til töku alls 20.000 rúmmetra rann úr gildi nýlega en eftir stóðu 16.800 rúmmetrar ónýttir af því leyfi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til skýrsla fiskifræðings vegna áforma um lagningu Eyjafjarðarbrautar vestri liggur fyrir.
Samþykkt

3. Heiðartún - Umsókn um stöðuleyfi - 2102014
Fyrir fundinum liggur erindi frá Birni Steinari Sólbergssyni þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir geymslugám norðan við íbúðarhúsið Heiðartún.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stöðuleyfi sé veitt til 12 mánaða, enda er um tímabundna lausn að ræða meðan bílskúr er í smíðum.
Samþykkt

4. N10b ehf. - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Ytri-Varðgjár - 2102017
N10b ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar fyrir fyrirhugað baðhús í landi Ytri-Varðgjár. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Ómari Ívarssyni dags. 2021-02-15.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

5. N10b ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir að setja farg á bílastæði - 2102018
N10b ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til að fergja bílastæði í landi Ytri-Varðgjár sem nýtt verður fyrir fyrirhugað baðhús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, þó með þeim skilmála að fergingin kaffæri ekki bakkagróður þar sem bílastæði nær fram á fjörubakka.
Samþykkt

6. Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag - 2010045
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem fyrir hönd eigenda Ytri-Varðgjár sækir um undanþágu frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.4.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna fyrirhugðas baðhúss á landeigninni. Gert er ráð fyrir að baðhúsið verði í u.þ.b. 25 m fjarlægð frá strandlínu en ekki 50 m eins og gerð er krafa um í reglugerð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindi fyrir sitt leyti og að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu frá ráðherra.
Samþykkt

7. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Theodóri Kristjáni Gunnarssyni og Juliu Jessicu Gunnarsson sem óska eftir undanþágu frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna tveggja íbúðarlóða í landi Bjarkar. Skv. deiliskipulagsdrögum er ráðgert að fjarlægð byggingarreita frá miðlínu Eyjafjarðarbrautar eystri verði 65 m og 87 m, en ekki 100 m eins og reglugerð kveður á um.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið fyrir sitt leyti og að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?