Skipulagsnefnd

340. fundur 15. mars 2021 kl. 15:00 - 16:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Akureyrarkaupstaður - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna heilsugæslustöðva - 2103005
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Samþykkt

2. Jón Gunnar og Kristín - Ósk um leyfi til að byggja gestahús eða geymslu við bústað - 2103012
Jón Gunnar Steinsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir 30 fm gestahús með geymslu á lóðinni Hrísarskógum 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindi telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt

3. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar, unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta dags. 2021-03-11.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að skilmálar um gróðurhús í byggingarreitum B1 og B2 skuli vera skýrari, bendir á að ekki gildi sérstakar reglur um aðstöðuhús í sveitarfélaginu og að byggingarheimildir vegna aðstöðuhúsa skuli telja inn í heildar byggingarmagn á lóðum. Einnig skuli koma fram skilmálar um að lóð 2 hafi afnota- og aðkomurétt um lóð 1 vegna rotþróar. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til við sveitarstjórn að við deiliskipulag sé bætt tímaákvæði á þá leið að ef byggingarheimildir vegna íbúðarhúsa í deiliskipulaginu séu ekki nýttar 10 árum eftir gildistöku deiliskipulagsins þá falli heimildirnar niður. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í lögboðið kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

5. Flugslóð, Melgerðismelum - beiðni um lóð - 2009017
Nefndin fjallar um viðbrögð sem borist hafa við áhugakönnun varðandi flugskýlalóðir á Melgerðismelum, en könninin var auglýst í lok síðasta árs.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á skipulagningu "fly-park" svæðis á Melgerðismelum. Skipulagsnefnd fjallar líka um umgengni við lóð nr. 12 við Flugslóð á Melgerðismelum. Byggingarleyfi vegna flugskýlis var gefið út árið 2010 en ekki hefur farið fram nein áfangaúttekt vegna framkvæmdarinnar síðan. Mikið magn lausamuna sem ekki virðast koma húsbyggingum neitt við hefur hinsvegar safnast í kringum lóðina. Skipulagsnefnd leggur ennfremur til við sveitarstjórn að lóðhafa Flugslóðar 12 sé send áskorun um úrbætur þess efnis að lausamunirnir skuli fjarlægðir af lóðinni innan sex mánaða en að örðum kosti muni sveitarfélagið sjálft sjá um að munirnir séu fjarlægðir á kostnað lóðhafa.
Samþykkt

6. Hrafnagil - byggingarreitur fyrir fjós - 2103022
Hrafnagil ehf. óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 2500 fm fjós og 5500 rúmmetra tankþró í landi Hrafnagils. Erindinu fylgir uppdráttur frá Teiknistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar dags. 2021-02-03.
Skipulagsnefnd bendir á að ekki sé hægt að heimila umrædda framkvæmd fyrr en ný Eyjafjarðarbraut hefur verið lögð og sú gamla aflögð. Með þeim fyrirvara leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin.
Samþykkt

4. Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis - 2103021
Landbúnaðarráðuneytið hefur ásamt Skipulagsstofnun unnið leiðbeiningar fyrir flokkun landbúnaðarlands sem m.a. eru ætlaðar sveitarfélögum við skipulagsgerð. Nefndin fjallar um leiðbeiningarnar og nýtingarmöguleika þeirra með tilliti til stefnumörkunar Eyjafjarðarsveitar varðandi varðveilsu landbúnaðarlands.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur vegna mats landbúnaðarlands samkvæmt nýjum leiðbeiningum landbúnaðarráðuneytis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?