Skipulagsnefnd

343. fundur 19. apríl 2021 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ölduhverfi ehf. þar sem óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja u.þ.b. 200 íbúða íbúðarsvæði í landi Kropps og að tilheyrandi aðalskipulagsbreyting fari fram samhliða. Erindinu fylgir skipulagsuppdráttur dags. 2021-02-28 unninn af Sigurði Einarssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd ræðir erindið en ákveður að fresta afgreiðlu þess þar til það hefur verið rætt á sameiginlegum fundi skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Samþykkt

2. Akrahreppur - Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022 - Heildarendurskoðun - 2104005
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagsgögnin á þessu stigi máls.
Samþykkt

3. Vökuland II - Vegslóði - 2104009
Skipulagsnefnd vísar til afgreiðslu á sambærilegu erindi á 341. fundi nefndarinnar.
Samþykkt

4. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003
Fyrir fundinum liggja tvö erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt að landspildur í landi Grísarár 4 (L223426) og í landi Hrafnagilshverfis (L152650) verði teknar undir vegsvæði nýrrar Eyjafjarðarbrautar og vegtengingar Hrafnagilshverfis og að landeignunum verði afsalað til Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd bendir á að merking vegsvæðis á teikningu W-04 skarist við íbúðarlóðir nyrst í Bakkatröð. Nefndin fer ennfremdur fram á að tekið verði tillit til áformaðra reiðleiða meðfram veginum við vegframkvæmdirnar. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við erindin.
Samþykkt

5. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Theódór Gunnarssyni og Juliu Gunnarsson þar sem þess er óskað að sveitarstjórn falli frá kröfu um að ákvæði um að ónýttar byggingarheimilidir í fyrirhuguðu deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Bjarkar falli niður að 10 árum liðnum. Fram kemur að önnur lóðanna sem deiliskipulagðar verða sé hugsuð fyrir ungan son þeirra sem muni ekki vera í stakk búinn að nýta heimildina eftir 10 ár.
Nefndin ræðir erindið og ákveður að fresta afgreiðslu þess.
Samþykkt

6. Víðir Sveinn Ágústsson - Umsókn um leyfi fyrir byggingarreit, Laugarengi 1 - 2104018
Fyrir fundinum liggur erindi frá Víði Sveini Ágústssyni þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir frístundahúss í landi Laugarengis (L209832). Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-03-16.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé byggingarreit breytt þannig húsið standi ekki nær landamerkjum Torfufells en 35 m.
Samþykkt

7. Skáldsstaðir og Kolgrímastaðir - landskipti - 2104020
Ármann Hólm Skjaldarson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við skiptingu tveggja lóða úr landi Skáldsstaða og einnar lóðar úr landi Kolgrímastaða. Erindinu fylgja uppdrættir frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-02-16.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöð um aðkomu og lagnaleiðir að íbúðarhúsi á Skáldsstöðum sé þinglýst á umlykjandi land samhliða landskiptum.
Samþykkt

8. Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag - 2010045
Athugasemdafrestur vegna aðal- og deiliskipualagstillögu fyrir baðstað í landi Ytri-Varðgjár rann út 9. apríl sl. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftgir fer.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt

9. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við breytingu á aðalskipulagstillögu fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Leifsstaða II, sem samþykkt var í auglýsingu á fundi sveitarstjórnar 2021-01-14. Breytingin felst í að heimilað byggingarmagn verði 5000 fm en í stað 1000 fm áður og heimildirnar samanstandi af öðru húsnæði en áður hafði verið samþykkt.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt

10. Reykhús - Varðandi framkvæmdaleyfi frá 2019 - 2102012
Páll Ingvarsson sækir um framlengingu á framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði E24C í landi Reykhúsa. Framkvæmdaleyfi til töku alls 20.000 rúmmetra rann úr gildi nýlega en eftir stóðu 16.800 rúmmetrar ónýttir af því leyfi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 22.febrúar þar til skýrsla fiskifræðings vegna áforma um lagningu Eyjafjarðarbrautar vestri lægi fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?