Skipulagsnefnd

345. fundur 17. maí 2021 kl. 08:00 - 09:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarár 2018-2030 vegna efnistöku og vegtengingar Hrafnagilshverfis rann út 27. apríl sl. og barst eitt erindi á auglýsingatímabili tillögunnar. Erindið barst frá Umhverfisstofnun og í því kemur fram eftirfarandi athugasemd: Umhvefisstofnun bendir á að efnistaka getur valdið vatnsformfræðilegu álagi á lífríki straumvatna.
Skipulagsnefnd bendir á að fyrir liggi skýrslur fiskifræðings um áhrif efnistöku á fiskgengd í Eyjafjarðará og er niðurstaða hans að áhrif efnistökunnar séu innan ásættanlegra marka. Skipulagsnefnd bendir ennfremur á að efnistaka sem skipulagstillaga lýtur að fari fram á lítt grónum eða ógrónum áreyrum. Í ljósi þess telur skipulagsstofnun að áhrif skipulagstillögunnar teljist fyllilega upplýst og að einsýnt sé að Eyjafjarðará verði í jafn góðu vistfræðilegu ástandi eftir framkvæmdir og fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst skipualgstillaga sé samþykkt óbreytt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku hennar.
Samþykkt

2. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um framkvæmdatilkynningu vegna nýja legu Eyjafjarðarbrautar vestri skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í fylgigögnum erindisins og telur ekki ástæðu til að framkvæmdin undirgangist umhverfismat. Skipulagsnefnd bendir á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að senda svar þessa efnis til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt

3. Brúnir og S-Laugaland - breyting á reiðleið - 2105010
Hestamannafélagið Funi fer fram á að legu reiðleiðar RH7 um land Brúna og Syðra-Laugalands sé breytt í aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Erindinu fylgir samþykki Jóns Elvars Hjörleifssonar, umráðamanns landsins sem um ræðir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyttri legu reiðleiðar RH7 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sé vísað í breytingarferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd áréttar að fyrri lega reiðleiðar RH7 skuli halda sér á skipulagi og hin breytta lega sé viðbót við reiðveginn sem fyrir er á aðalskipulagi.
Samþykkt

4. Hraungerði - byggingarreitur fyrir hesthús - 2105017
Þröstur Jóhannsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir hesthús í landi Hraungerðis.
Skipulagsnefnd bendir á að 555. fundi sveitarstjórnar hafi verið samþykktur byggingarreitur fyrir skemmu þar sem umrætt hesthús er fyrirhugað nú. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við að hesthús rísi í stað skemmu sem þegar hefur verið samþykkt.
Samþykkt

5. Vökuland II - breyttur byggingarreitur og aðkomuleið fyrir íbúðarhús - 2105018
Fyrir fundinum liggur erindi frá Steinari Inga Gunnarssyni sem fyrir hönd Grettis Hjörleifssonar óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við staðsetningu byggingarreits og aðkomuvegar í landi Vökulands sem víkur frá áformum sem áður hafa verið samþykkt.
Skipulagsnefnd telur með hliðsjón af hæðarmun í landinu sé breytt staðsetning hússins heppilegri en sú sem áður var samþykkt og telur ennfremur að vegna lítillar umferðar á miðbraut muni það ekki bitna á gæðum húsnæðisins að það standi nær þjóvegi en 100 m eins og skipulagsreglugerð kveður á um. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aflað verði leyfi ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúss frá þjóðvegi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt að fenginni undanþágu ráðherra, enda liggi fyrir leyfi landeiganda vegna vegtengingar í landi Syðra-Laugalands.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

Getum við bætt efni síðunnar?