Skipulagsnefnd

348. fundur 14. júní 2021 kl. 08:00 - 09:55 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Öngulsstaðir 4 - 2012011
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn um stofnun tveggja lóða úr landi Öngulsstaða 2 og Öngulsstaða 3 sem sameina á Öngulsstöðum 4 eftir stofnun. Afgreiðslu erindisins var frestað á 337. fundi nefndarinnar 2021-01-11. Fyrir fundinum liggja skrifleg samþykki hlutaðeigandi landeigenda við landskiptunum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

2. G.V. Gröfur - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2106007
Fyrir fundinum liggur umsókn frá G.V. gröfum þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til 120 þúsund rúmmetra efnistöku í Syðri-Pollaklöpp í landi Hvamms. Í gildi er deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar og koma þar fram helstu skilmálar varðandi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Einnig liggja fyrir frekari upplýsingar frá umsækjanda um umfang starfseminnar sem og skriflegt samþykki landeiganda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda verði framkvæmdaleyfi bundið þeim skilmálum sem fram koma í deiliskipulagi og efni rykbundið meðan á vinnslu stendur.
Samþykkt

3. Borgarhóll 1 - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús - 2106009
Fyrir fundinum liggur erindi frá Þóru Hildi Jónsdóttur og Þorsteini Vilhelmssyni sem óska eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir viðbyggingu við sumarhús í landi Borgarhóls.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Skipulagsnefnd fjallar um erindi frá Minjastofnun, Vegagerðinni, og Norðurorku sem bárust vegna auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistöku og vegtengingar við Hrafnagilshverfi. Erindin bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar en skiluðu sér fyrir mistök ekki til nefndarinnar þegar fjallað var um málið á fundi þann 17. maí sl. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Norðurorka
Athugasemd a): Sendandi bendir á að fyrirhugað vegstæði nýrrar Eyjafjarðarbrautar liggur samsíða hitaveituæð og rafmagnsstreng á um 600 m kafla sunnan Miðbrautar og að fullt samráð verði að hafa við eigendur lagnanna við framkvæmdina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur brýnt að tillit sé tekið til hitaveituæðar og rafstrengs meðfram vegstæði en telur ekki að ábendingin gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
2. erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við að syðstu vegtengingu Hrafnagilshverfis sé ofaukið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vegtenging sunnan við Hrafnagilshverfi sé aðlöguð að veghönnun frá Vegagerðinni.
Athugasemd b) Sendandi bendir á að efnisþörf vegna lagningar nýrrar Eyjafjarðarbrautar sé meiri en núverandi heimild aðalskipulags upp á 50 þúsund rúmmetra á 2 árum og fer fram á að gerðar verði ráðstafanir til að bregaðst við því.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að búið sé að afla umsagnar fiskifræðings vegna áforma um 100 þúsund rúmmetra efnistöku úr Eyjafjarðará vegna lagningar nýrrar Eyjafjarðarbrautar og kemur þar fram að unnt sé að heimila efnistökuna ef umrætt svæði er hvílt í þrjú ár á eftir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmála þessa efnis sé bætt við greinargerð auglýstrar skipulagstillögu.
Athugasemd c) Sendandi fer fram á að opnað verði á meiri framkvæmdatíma í greinargerð vegna framkvæmda við Eyjafjarðarbraut gegn því að það sé gert í samráði við Fiskistofu og Veiðifélag Eyjafjarðarár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæði í samræmi við tillögu sendanda sé bætt við greinargerð aðalskipulags.
Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við verslunarsvæði VÞ21 í auglýstri skipulagstillögu m.t.t. sjónlengda og fjarlægða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að umrætt verslunarsvæði var á auglýstum skipulagsuppdrætti fyrir mistök og er í reynd ekki hluti af skipulagstillögunni sem til umfjöllunar er.
Athugasemd e) Sendandi fer fram á að öryggissvæði við klapparskeringu í landi Reykhúsa sé bætt inn á skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmála í samræmi við athugasemd sendanda sé bætt inn í greinargerð skipulagstillögu.
3. erindi, sendandi Minjastofnun
Athugasemd a) Sendandi tekur fram að gerð hafi verið fornleifaskráning fyrir vegstæði nýrrar Eyjafjarðarbrautar og að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sendandi bendir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 um áður ókunnar minjar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
4. erindi, sendandi Fiskistofa
Í aðdraganda auglýsingar skipulagstillögunnar var haft samráð við Fiskistofu og gerði stofnunin með hliðsjón af umsögnum Erlends Steinars Friðrikssonar fiskifræðings ekki athugasemd við áformin. Ekki barst erindi frá stofnuninni á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sem breytt í samræmi við afgreiðslu á athugasemdum 2a, 2b, 2c og 2e og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

5. Hranastaðir - umsókn um byggingarreit fyrir varphús - 2105033
Ásta Pétusdóttir og Arnar Árnason óska eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir nýtt varphús austan við varphús sem fyrir er. Erindinu fylgir uppdráttur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um byggingarreit sé samþykkt.

Ásta Pétursdóttir og Sigurlaug H. Leifsdóttir véku af fundin við afgreiðslu þessa liðar.
Samþykkt

6. Leifsstaðir land (Systralundur) - landskipti - 2105034
Andrea Olsen fer f.h. eigenda Leifsstaða lands (L189171) fram á samþykki sveitarstjórnar við skiptingu lóðarinnar í tvennt skv. uppdrætti frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-05-26. Sömuleiðis er óskað eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftunum Systralundur I og II á hinar nýju landeignir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda verði kvöð um gagnkvæma aðkomu fyrir eigendur þinglýst á lóðirnar samhliða stofnun.
Samþykkt

7. Klauf og Litli-Hamar 2 - breytt staðföng - 2106015
Hermann Ingi Gunnarsson óskar eftir eftirtöldum breytingum á staðfangaskráningu landeigna í hans eigu:
Staðfang Klaufar lóð (L217806) breytist í Klauf.
Staðfang Klaufar (L152678) breytist í Klauf 2.
Staðfang Litla-Hamars 2 (L223863) breytist í Klaufhamar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Hermann Ingi Gunnarsson vék af fundinum undir afgreiðslu þessa liðar.
Samþykkt

8. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ölduhverfi ehf þar sem óskað er eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar í landi Kropps (ÍB8) auk þess sem óskað er eftir breytingu á Aðalskipulagi Eyjfjarðarsveitar 2018-2030 þar sem byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 væri auknar úr 80-100 íbúðum í 212 íbúðir. Erindinu fylgja drög að skipulagslýsing vegna fyrsta áfanga íbúðarbyggðarinnar sem telur u.þ.b. 50 íbúðir unnin af Sigurði Einarssyni hjá Kanon arkitektum dags. júní 2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Ölduhverfi ehf. sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar í landi Kropps sem telur u.þ.b. 50 íbúðir sbr. mynd 2 í drögum að skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að samþykkt verði að ráðast í breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þannig að byggingarheimildir á svæði ÍB8 verði auknar í 212. Loks leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að samþykkt verði að vísa skipulagslýsingu fyrir ofangreind skipulagsverkefni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda verði kafli 4 í drögum að skipulagslýsingunni aðlagaður að forskrift sveitarfélagsins, auk þess sem tekið skal tillit til skilmála sem fram komu í bókun nefndarinnar um málið á 346. fundi.
Samþykkt

9. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Fyrir fundinum liggur uppfærð skipulagstillaga fyrir íbúðarsvæði ÍB28 ásamt erindi frá landeigendum spildunnar Björk land (L210665) og bréfi frá Skipulagsstofnun varðandi "sólarlagsákvæði" í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá kröfu um sólarlagsákvæði í umræddu deiliskipulagi og að stefna sveitarfélagsins varðandi tímamörk skipulagsheimilda verði útfærð í aðalskipulagi. Að öðru leyti leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðsla sveitarstjórnar á 567. fundi um kynningu og auglýsingu skipulagstillögunnar standi óbreytt.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55

Getum við bætt efni síðunnar?