Skipulagsnefnd

350. fundur 23. ágúst 2021 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Jón Stefánsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Hermann Ingi Gunnarsson boðaði forföll og sat Jón Stefánsson fundinn í hans stað.
Dagskrá:

1. Ytri Varðgjá - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - 2108012
N10b ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar úr landi Ytri-Varðgjár. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Landslagi dags. 2021-08-12.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

2. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Nefndin fjallar um umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar fyrir Ölduhverfi í landi Kropps sem kynnt var fyrr í sumar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við vinnslu skipulagstillögu.

3. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði AT4 í landi Stokkahlaða var 26. júlí sl. og bárust alls fimm erindi á auglýsingartímabilinu. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:
1. erindi, sendandi Norðurorka.
Núverandi hitaveitulögn sem liggur frá stofni Vesturvatnsveitu niður að Stokkahlöðum er ekki nóg stór til að anna þessari viðbót. Ekki einu sinni öðru af þeim tveimur 680 fm húsum sem gert er ráð fyrir skv. þessari tillögu. Því þarf að leggja nýja lögn frá stofni vesturveitu um 500 m langa leið með tilheyrandi kostnaði fyrir þann sem óskar eftir þessum breytingum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Athugasemdin snýr að framkvæmdaraðila og gefur ekki tilefni til bókunar skipulagsnefndar.
2. erindi, sendandi Minjastofnun.
Minjavörður kannaði svæðið á vettvangi þann 16. júlí síðastliðinn. Engar þekktar fornleifar eru á skipulagsreitnum og hefur Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
3. erindi, sendandi Garðar Már Birgisson, Björk Sigurðardóttir Stokkahlöðum I, Rafn Helgason og Ásthildur Sigurðardóttir Stokkahlöðum II, Rótarýklúbbur Akureyrar umsjónaraðili skógræktarsvæðis í landi Botns.
Sendandi gerir athugasemd við ósamræmi skipulagstillögu við byggðamynstur og landnýtingu, nálægð byggingarreita við íbúðarhús á Stokkahlöðum I og II og stórfellda skerðingu á útsýni og umhverfisgæðum sem af áformunum hlýst, vatnsskort og óviðunandi aðstæður til vegtengingar við núverandi Eyjafjarðarbraut með tilliti til umferðaröryggis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir réttmætar athugasemdir sem fram koma í erindi sendanda. Skipulagsnefnd telur ekki unnt að samþykkja skipulagstillöguna í núverandi mynd við svo búið og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunni sé hafnað. Skipulagsnefnd telur að með að hliðra skipulagssvæðinu að norðurjaðri landeignarinnar sem um ræðir sé unnt að færa vankanta á núverandi tillögu til betri vegar.
4. erindi. Sendandi Garðar Már Birgisson og Björk Sigurðardóttir
Sendandi leggur fram ljósmynd af útsýni úr glugga í Stokkahlöðum I og sniðmynd sem sýnir afstöðu fyrirhugaðra atvinnuhúsa gagnvart Stokkahlöðum I til að sýna fram á útsýnisskerðingu vegna framkvædanna ef af yrði.
Afgreiðsla skipualgsnefndar: Skipulagsnefnd vísar til afgreiðslu á erindi frá eigendumStokkahlaða I og II og umsjónaraðila Botnsskóga.
5. erindi. Sendandi Vegagerðin.
Sendandi bendir á að Eyjafjarðarbraut vestri liggi í dag mjög nærri íbúðarhúsi á Stokkahlöðum I og II sem og verkstæði og bílapartasölu. Bílastæði á þessum stöðum eru alveg upp við veg og er öryggiskröfum langt frá því að vera fullnægt á þessum stað. Svæðið telst vera hættulegt með tilliti til umferðaröryggis. Sendandi getur alls ekki fallist á nýja tengingu við Eyjafjarðarbraut vestri við Stokkahlaðir og leggst gegn tillögu að deiliskipulagi Stokkahlaða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með hliðsjón af athugasemd sendanda telur skipulagsnefndar einsýnt að ekki megi koma við vegtenginu samkvæmt auglýstri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd telur að unnt sé að tengja athafnasvæðið við Eyjafjarðarbraut á öruggan hátt ef skipulagssvæðinu er hliðrað til norðurs sbr. afgreiðslu á erindi frá eigendum Stokkahlaða I og II og umsjónaraðila Botnsskógar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið sé ekki samþykkt við svo búið.

4. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Athugasemdafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir skólalóð Hrafnagilsskóla var 12 ágúst sl. og bárust fjögur erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Norðurorka.
Sendandi bendir á að byggingarreitir skv. skipualagstillögu skarist við vatns- og hitaveitulagnir og tekur fram að kostnaður vegna flutninga á lögnunum falli á framkvæmdaaðila.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd er meðvituð um aðstæður sem lýst er í erindi sendanda.
2. erindi, sendandi Minjastofnun.
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
3. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Samkvæmt tillögu kemur ný tenging við núverandi Eyjafjarðarbraut vestri frá bílastæðum norðan við sundlaugar/íþróttahúss. Ekki er hægt að bæta við tengingum á þessu svæði meðan vegurinn telst til þjóðvega.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samhliða lagningu nýrrar Eyjfjarðarbrautar muni veghald núverandi vegar færast til sveitarfélagsins haustið 2021. Því mun vegurinn verða gata í þéttbýli en ekki þjóðvegur þegar skipulagið kemur til framkvæmdar.
Athugasemd b) Byggingarreitir eru teiknaðir innan veghelgunarsvæðis Eyjafjarðarbrautar vestri. Skoða þarf fjarlægð með tilliti til áhrifa umferðar á starfsemi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samhliða lagningu nýrrar Eyjfjarðarbrautar muni veghald núverandi vegar færast til sveitarfélagsins haustið 2021. Því mun vegurinn verða gata í þéttbýli en ekki þjóðvegur þegar skipulagið kemur til framkvæmdar og því aðrar kröfur gerðar til fjarlægðar frá veginum.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að skv. skipulagsreglugerð skuli merkja veghelgunarsvæði inn á skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samhliða lagningu nýrrar Eyjfjarðarbrautar muni veghald núverandi vegar færast til sveitarfélagsins haustið 2021. Því mun vegurinn verða gata í þéttbýli en ekki þjóðvegur þegar skipulagið kemur til framkvæmdar og mun því ekki falla undir fjarlægðarkröfur vegalaga.
4. erindi, sendandi Rarik.
Sendandi bendir á að háspennustrengur meðfram Eyjafjarðarbraut liggi innan lóðarmarka skv. auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd er meðvituð um aðstæðurnar sem lýst er í erindi sendanda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst deiliskipulagstillaga sé samþykkt óbreytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

5. Syðra-Dalsgerði - stofnun lóðar - 2108014
Anna Lilja Valdimarsdóttir fer fram á samþykki sveitarstjórar við stofnun lóðar undir frístundahús úr landi Syðra-Dalsgerðis.Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2013-04-11.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og enda liggi fyrir skriflegt samþykki beggja landeigenda og að lýst verði kvöð um umferðarrétt og lagnaleiðir á umlykjandi land.

6. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - aðveituæð vatnsveitu - 2108015
Til stendur að veita köldu vatni sem uppgötvaðist við gröft Vaðlaheiðarganga með aðveituæð til Akureyrar. Ekki er gert ráð fyrir aðveituæðinni í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Umrædd vatnslögn verður lögð samhliða göngu- og hjólastíg sem merktur er inn á núgildandi aðalskipulag. Skipulagsnefnd telur einsýnt að engin umhverfisáhrif verði af lagningu vatnslagnarinnar né gangi hún á nokkurn hátt á hlut almennings eða landeiganda. Lögnin raskar ekki heldur landnýtingu á svæðinu skv. núgildandi aðalskipulagi. Skipualgsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að samþykkt verði að færa lögnina inn á aðalskipulags sveitarfélagsins með óverulegri skipualgsbreytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Ósk um nafnabreytingu í Gröf 4 - 2108018
Karl Ólafsson og Þórunn Rafnar sækja um samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Gröf IV á lóð þeirra norðan Grafar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

8. Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar - 2010016
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar var til 12. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Nefndin fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins svo unnt sé að funda með Vegagerðinni um vegtengingamál og hafa samráð við Staðarbyggðarveitu um vatnsöflun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?