Skipulagsnefnd

352. fundur 20. september 2021 kl. 08:00 - 10:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Hjallatröð 1 - Ósk um leyfi fyrir steyptum vegg og smáhýsi - 2109008
Halldór Sigurður Guðmundsson óskar eftir samþykki eiganda Hjallatraðar 3 vegna áforma um steyptan vegg á lóðarmörkum og skúr sem nær að lóðarmörkum. Erindinu fylgja uppdrættir frá Landslagi dags. 2021-08-04.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa yfir samþykki sínu skriflega skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.

2. Jóhann Jóhannesson - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2109015
Jóhann Jóhannesson sækir um framkvæmdaleyfi vegna 500 rúmmetra efnistöku úr áreyri við Eyjafjarðará í landi Stóra-Hamars.
Skipulagsnefnd telur að áformin rúmist innan heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin notkunar sbr. 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið.

3. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu Arkitekta koma á fund nefndarinnar og fara yfir stöðu deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?