Skipulagsnefnd

353. fundur 04. október 2021 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Skipulagsnefnd telur að ítarlegri upplýsingar um nýtingaráformin og niðurröðun lóða á svæðinu þurfi að koma fram áður en erindið er afgreitt. Skipulagsnefnd mun bjóða málshefjendum á fund til að gera frekari grein til áformunum og frestar afgreiðslu erindisins.

2. Arnarhóll 2 - afmörkun lóðar - 2110001
Hörður Kristinsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við afmörkun lóðarinnar Arnarhóls 2. Erindini fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-09-10.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Ómar Ívarsson sækir fyrir hönd eigenda landspildunnar Samkomugerði land (L219167) um heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð á spildunni.
Skipulagsnefnd bendir á að í almennum ákvæðum í kafla 4.2 í greinargerð gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins komi fram að ekki sé áformað að fjölga frístundasvæðum í sveitarfélaginu á gildistíma skipualagsins og erindið samræmist ekki alfarið aðalskipulagi að því leyti. Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samband við málshefjendur og fara yfir mögulegar lausnir. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

4. Ytri-Varðgjá - stofnun lóðar fyrir íbúðarhús - 2110002
Ómar Ívarsson sækir fyrir hönd N10b ehf. um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar undir íbúðarhús og útihús í Ytri-Varðgjá. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur dags. 2021-09-22.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Grísará efnistaka - framlenging á framkvæmdaleyfi frá 2020 - 2110003
B. Hreiðarsson sækir um framlengingu á framkvæmdaleyfi til 10.000 rúmmetra efnistöku úr Eyjafjarðará í landi Grísarár. Leyfið var veitt í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar 2. desember 2019 og gilti í eitt ár. Efnistökuheimildin var ekki að fullu nýtt og sækir landeigandi nú um að fá að ljúka áður heimilaðri efnistöku.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?