Skipulagsnefnd

355. fundur 01. nóvember 2021 kl. 08:00 - 09:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Hákon Bjarki Harðarson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2022 - Skipulagsnefnd - 2110053
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir 1.500.000 kr. í aðalskipulagsvinnu. Að öðru leyti eru ekki gerðar athguasemdir við fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun.

2. Sólbrekka - Fjarlægð frá lóðarmörkum 2021 - 2110057
Steinar Ingi Gunnarsson óskar f.h. landeiganda Grettis Hjörleifssonar eftir samþykki sveitarstjórnar við því að íbúðarhús í Sólbrekku í landi Vökulands II, sem áður hefur verið samþykkt að standi í 25 m fjarlægð frá landamerkjum Syðra-Laugalands, hliðrist um 5 m til suðurs þannig að tæpir 20 m séu að landamerkjum Syðra-Laugalands.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Ytri-Varðgjá - Framkvæmdarleyfi v vegagerðar að vatnsbóli 2021 - 2110059
Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegar frá Veigastaðavegi að vatnsbóli í landi Ytri-Varðgjár. Erindinu fylgir uppdráttur, samþykki Vegagerðarinnar við vegtengingu og leigusamningur við landeiganda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

4. Hvammur efnisnám 2020 - 2010013
Fyrir fundinum liggur tillaga frá GV gröfum ehf. um tilhögun vegamóta hjóla- og göngustígs við aðkomuveg að efnistökusvæði í Hvammi sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar á breytingartillögu á fundi 6. maí 2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við tillögu GR grafa um útfærslu á vegamótum göngu- og hjólastígs og aðkomuvegar að efnistökusvæði.

5. Heiðin ehf. og Gunnlaugur Þráinsson - Deiliskipulag á jörðinni Brúarlandi - 2110014
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu sem fyrir hönd Heiðarinnar ehf. óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um áform um deiliskipulagningu 13 íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands. Ef nefndinni hugnast ekki að veita jákvæða umsögn um áformin er til vara beðið um umsögn um deliliskipulagningu 11 íbúðarlóða á sama svæði.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt skipulagsreglugerð skuli gera ráð fyrir opnu svæði á skipulagssvæðinu og að lóðir á skipulagssvæðinu skv. tillögu séu að jafnaði heldur minni en á aðlægum íbúðarsvæðum og því ekki heppilegt að þær séu minnkaðar til að koma fyrir opnu svæði. Að öðru leyti veitir skipulagsnefnd jákvæða umsögn um erindið.

6. Eyrarland - losun efnis f vegagerð og landmótun á íbúðarsvæði ÍB14 - 2110064
Svalbarðsstrandarhreppur sækir um framkvæmdaleyfi til að losa um 3000 rúmmetra af efni á túni í landi Eyrarlands sunnan Kotru. Efnið fellur til vegna gerðar hjóla- og göngustígs að Vaðlaheiðargöngum og er um að ræða grýttan moldarkarga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. Ef efnið hefur ekki verið nýtt í vegagerð/landmótun samkvæmt deiliskipulagi innan þriggja ára skal sléttað úr því á staðnum og sáð í það.

7. Torfur - stofnun lóðar fyrir svínabú 2021 - 2110065
Þórir Níelsson og Sara Davíðsdóttir sækja um samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar úr landi Torfa. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2019-04-05.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir staðfesting á landamerkjum aðliggjandi jarða áður en skipting landsins fer fram.

Ásta Pétursdóttir og Benjamín Davíðsson viku af fundi undir þessum fundarlið.

8. Brúnir - kvörtun vegna legu reiðleiðar - 2110066
Eyjafjarðarsveit hefur borist kvörtun frá Einari Gíslasyni á Brúnum vegna áforma Hestamannafélagsins Funa um að leggja reiðveg frá Eyjfjarðarbraut eystri að vegtengingu við Miðbraut, en vegtengingin er í landi Brúna skv. lóðarblaði í kaupsamningi. Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar var samþykkt á 552. fundi sveitarstjórnar 2020-06-19.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggja nægjanleg gögn fyrir fundinum.

9. Göngu- og hjólastígur - Svalbarðseyri - Framkvæmdarleyfi 2021 - 2110042
Eyjafjarðarsveit sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar frá sveitarfélagsmörkum við Svalbarðsstrandarhrepp í norðri að lóð Skógarbaða ehf. við Varðgjárlón. Erindinu fygir erindi dags. 2021-11-01 og uppdrættir frá Verkís dags. 2021-09-10.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?