Skipulagsnefnd

360. fundur 07. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:10 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis - 2103021
Skipulagsnefnd fjallar um skipan vinnuhóps vegna mats landbúnaðarlands í sveitarfélaginu samkvæmt leiðbeiningum landbúnaðarráðuneytis. Farið er yfir tilboð sem sveitarstjórn hefur borist frá ráðgjafa vegna málsins.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla nánari upplýsinga um framkvæmd samskonar verkefna í öðrum sveitarfélögum.

2. Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf - 2201022
Jóhann Jóhannesson, Stóra-Hamri 1, sækir um leyfi sveitarstjórnar til að reka hundahótel að Stóra-Hamri 1. Erindinu fylgja skissur sem sýna umfang hundagerðis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að áformin séu grenndarkynnt fyrir eigendum íbúðarhússins að Stóra-Hamri 2.

3. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004
Þjóðkirkjan sækir um samþykki sveitarstjórnar vegna stofnunar lóðar um prestssetrið á Syðra-Laugalandi. Erindinu fylgir uppdráttur frá Sigurgeiri Skúlasyni dags. 2022-01-17.
Skipulagsnefnd telur að mörk fyrirhugaðrar lóðar séu óheppilega valin með hliðsjón af staðháttum og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum þar að lútandi á framfæri við umsækjanda. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

4. Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit - 2201016
Umfjöllun um beiðni Kristjáns Þórs Víkingssonar um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Arnarhóll lóð L202907 en afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Fyrir liggur afstaða eigenda bújarðarinnar Arnarhóls þess efnis að þau ráðgeri ekki að nýta í sína þágu heimild aðalskipulags til byggingar einbýlishúss á jörðinni án deiliskipulags í fyrirsjáanlegri framtíð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingaráformum á lóðinni Arnarhóll lóð L202907 verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Kynningartímabili aðal- og deiliskipulagstillaga á vinnslustigi vegna ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 lauk 22. desember sl. og bárust þrjú erindi vegna málsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögur verði auglýstar skv. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samtal við þá sem athugasemd gerðu við kynningu skipulagstillaga á vinnslustigi verði leitt til lykta meðan á auglýsingu stendur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

Getum við bætt efni síðunnar?