Skipulagsnefnd

366. fundur 04. apríl 2022 kl. 08:00 - 10:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá:

1. Björk L210665 - Framkvæmdaleyfi vegna vegalagningar - 2203022
Theódór Gunnarsson og Julia Gunnarsson sækja um framkvæmdaleyfi til lagningar vegar að lóð þeirra í landi Bjarkar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Samþykkt

2. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Fyrir fundinum liggur uppdráttur og greinargerð deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi dags. 2022-04-01, unninn af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta. Einnig liggur fyrir fundinum tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 unnin af Ingvari Ívarssyni dags. 2022-03-28.
Skipulagsnefnd fjallar um fyrirliggjandi skipulagstillögu og setur fram nokkrar athugasemdir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuðum sé falið að uppfæra tillöguna skv. athugasemdum sem fram eru komnar og að svo breytt skipulagstillaga sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tilheyrandi aðalskipulagstillaga sé auglýst samhliða skv. 31. gr. skipulagslaga.

3. Kotra - 3. áfangi deiliskipulags 2022 - 2204002
Í kjölfar úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli vegna deiliskipulags Kotru (mál nr. 152/2021) hefur deiliskipulag þriðja áfanga íbúðarbyggðar í Kotru, sem samþykkt var í sveitarstjórn 2021-06-03, verið fellt úr gildi.
Fyrir fundinum liggur skipulagstillaga fyrir íbúðarsvæði í Kotru, uppdráttur og greinargerð dags. 2021-04-30, unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að forgengnu viðeigandi samráði við hagsmunaaðila.

4. Húsnæðisáætlun 2022 - 2203010
Skipulagsnefnd frestar málinu.

5. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndin ræðir um umferðaröryggisáætlun sem tekin hefur verið saman fyrir sveitarfélagið.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?