Skipulagsnefnd

370. fundur 13. júní 2022 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Fjóla Kim Björnsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Sýslumaðurinn á Norðurl.eystra - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II - G íbúðir - 2206004
Fyrir fundinum liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem farið er fram á umsögn vegna umsóknar Brynjars Vals Valgeirssonar um rekstarleyfi vegna gistiþjónustu í einbýlishúsi í Kotru 11.
Skipulagsnefnd leggur til við svetiarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið.

2. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Kynningartímabili skipulagstillögu á vinnslustigi fyrir íbúðarbyggð í landi Brúarlands (ÍB15) lauk 1. júní sl. og barst eitt erindi vegna málsins.
Skipulagsnefnd áréttar fyrri athugasemd um að gert sé ráð fyrir gönguleið til norðurs yfir í Brúnahlíð í skipulagstillögunni, auk þess sem gera þarf ráð fyrir plássi fyrir göngu/hjólaleið austan Knarrarbergsvegar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands (ÍB14) lauk 27. apríl sl. og bárust þrjú erindi vegna málsins. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar og áréttar að samráð skuli haft við alla landeigendur sem hlutdeild eiga að íbúðarsvæði ÍB14 vegna ráðstöfunar byggingarheimilda.

4. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Kynningartímabili vegna skipulagslýsingar fyrir frístundabyggð á landeigninni Samkomugerði 1 landsp 1 (L219167) lauk 4. maí sl. og bárust fjögur erindi vegna málsins. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögunnar.

5. Syðri-Varðgjá ehf. - Umsókn um breytingar á aðalskipulagi - 2205006
Fyrir fundinum liggur erindi frá Stefáni Vilberg Leifssyni, Þorgeiri Egilssyni, Önnu Guðnýju Egilsdóttur og Ómari Egilssyni sem óska eftir því að aflögðum túnum í landi Syðri-Varðgjár, sem skilgreind eru sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, verði breytt í íbúaðarsvæði með byggingarheimild fyrir sjö til níu einbýlishús.
Skipulagsnefnd telur að marka þurfi heildstæða stefnu varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hlíðum Vaðlaheiðar áður en til aðalskipulagsbreytinga komi og telur æskilegt að vinna við þá stefnumótun hefjist haustið 2022. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins við svo búið.

6. Víðigerði - Afmörkun vatnsbóls 2022 - 2205010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hirti Haraldssyni sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við skráningu lóðar umhverfis vatnsból í landi Víðigerðis. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

7. Öngulsstaðir 3 - lóð fyrir verkfæraskúr - 2205012
Jóhannes Geir Sigurgeirsson sækir um skráningu nýrrar lóðar fyrir verkfæraskúr úr upprunalandinu Öngulsstöðum 3 lóð L194460.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé gagnkvæmri kvöð vegna aðkomu- og lagnaréttinda þinglýst á umrædda lóð og Öngulsstaði 5.

8. Brúarland - fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu 2022 - 2206002
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu sem fyrir hönd eigenda Brúarlands, Sveins Bjarnasonar og Heiðarinnar ehf., óska eftir að landnotkunarflokki hluta Brúarlands verði í aðalskipulagi breytt úr landbúnaðarlandi og skógræktar- og landgræðslusvæði í frístundabyggð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað, enda samræmast ekki áformin ákvæðum aðalskipulags um að 150 m skuli vera milli íbúðar- og frístundasvæða.

9. Torfufell - breyting minkahúss í frístundahús - 2206003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóni Hlyn Sigurðssyni sem óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að breyta minkahúsi á landeigninni Torfufell land T3 í frístundahús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

10. Bringa - efnistaka af efnistökusvæði E10 2022 - 2206010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Reyni Sverri Reynissyni sem óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna 30.000 rúmmetra efnistöku af efnistökusvæði E10 í landi Bringu.
Skipulagsnefnd bendir á að efnistaka innan 100 m frá árbakka er háð leyfi Fiskistofu skv. lögum um lax- og silungsveiði 61/2006 og skal slíkt leyfi liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

11. Leifsstaðir land L152711 - nýskráning lóða vegna makaskipta - 2206009
Fyrir fundinum liggur erindi frá Birni Guðmundssyni sem fyrir hönd Kristjáns Þórs Víkingssonar óskar eftir skráningu lóðar úr landeigninni Leifsstaðir land L152711. Erindinu fylgir uppdráttur frá Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búgarði dags. 2022-06-06.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

12. Birkitröð - nýskráning lóðar vegna makaskipta - 2206008
Fyrir fundinum liggur erindi frá Birni Guðmundssyni sem fyrir hönd Ingvars Björnssonar óskar eftir skráningu lóðar úr landeigninni Birkitröð. Erindinu fylgir uppdráttur frá Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búgarði dags. 2022-06-06.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?