Skipulagsnefnd

372. fundur 22. ágúst 2022 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggja aðal- og deiliskipulagstillögur vegna áforma um frístundabyggð á lóðinni Samkomugerði 1 landsp 1, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Búið er að uppfæra gögnin með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu við umfjöllun á 371. fundi nefndarinnar. Einnig liggur fyrir fundinum erindi frá Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur varðandi skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Samkomugerðis 1.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalag aðalskipulagstillögu sé lagfært lítillega og svo breyttri aðalskipulagstillögu sé ásamt deiliskipulagstillögu vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa ennfremur að bjóða málsaðliðum á fund til að gera grein fyrir framvindu skipulagsvinnunnar.
Samþykkt

2. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem f.h. N10b ehf. óskar eftir breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem felst í að verslunar- og þjónustusvæði og íbúðarsvæði sé bætt inn á skipulagið í landi Ytri-Varðgjár.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða málsaðila á fund til að kynna áformin.

3. Svartiskógur - beiðni um heimild fyrir íbúðarlóð - 2208017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur sem óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag, og tilheyrandi aðalskipulagsbreytingu, fyrir einbýlishúsalóð á landeigninni Svartiskógur úr landi Syðri-Varðgjár.
Skipulagsnefnd telur að marka þurfi heildstæða stefnu varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hlíðum Vaðlaheiðar áður en til aðalskipulagsbreytinga komi og telur æskilegt að vinna við þá stefnumótun hefjist haustið 2022. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

4. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Yfirferð aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Hrafnagilshverfi er lokið hjá Skipulagsstofnun og fyrir fundinum liggja athugasemdir stofnunarinnar. Einnig liggur fyrir fundinum bréf frá Norðurorku varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar á athugasemdum fyrirtækisins vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagsgögn á viðeigandi hátt. Ennfremur felur nefndin skipulagsfulltrúa að boða til fundar með Norðurorku um erindi sitt.

5. Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15 - 2201015
Auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands (ÍB15) er lokið og bárust fjögur erindi vegna málsins.
Engar efnislegar athugasemdir við auglýstar tillögur eru settar fram í innkomnum erindum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.

6. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Fyrir fundinum liggja aðal- og deiliskipulagstillögur vegna 10 nýrra íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14 í landi Eyrarlands, unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dags. 2022-08-08.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - undirbúningur vegna endurskoðunar - 2110016
Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ber sveitarstjórn að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum að meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd fjallar um málið og hefur til hliðsjónar samantekt skipulagsfulltrúa dags. 2021-10-06.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að fram fari endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

8. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð sinni á aðal- og deiliskipulagstillögum vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Leifsstöðum. Fram komu athugasemdir varðandi aðalskipulagstillögu vegna breytingar á útmörkum VÞ- svæðis, umfjöllunar um tjaldstæði sem fellt hefur verið út af DSK uppdrætti og tilvísunar í úrelt lög um umhverfismat áætlana. Fyrir fundinum liggur uppfærð aðalskipulagstillaga þar sem búið er að bregðast við athugasemdunum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi aðalskipulagstillaga sé samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku hennar.

9. Bilskirnir - deiliskipulag 2021 - 2110056
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hermanni G. Gunnlaugssyni hjá Storð teiknistofu sem fyrir hönd Sigríðar Kristjánsdóttur óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóð á landeigninni Bilskirnir skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu fylgir skipulagslýsing vegna verkefnisins dags. 2022-08-19.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að skipulagslýsingunni sé vísað í kynningarferli skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?