Skipulagsnefnd

373. fundur 05. september 2022 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Formaður óskar eftir að taka inn með afbrigðum fundarlið 1, kosningu varaformanns, og fundarlið 2, kosningu ritara. Nefndarmenn samþykkja það samhljóða.
Dagskrá:

1. Kosning varaformanns - 2209009
Nefndarmenn eru einhljóma samþykktir að Linda Margrét Sigurðardóttir verði varaformaður skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.

2. Kosning ritara nefndarinnar - 2103006
Nefndarmenn samþykkja einhljóma að Sigríður Kristjánsdóttir verði ritari skipulagsnefndar Eyjafjaraðarsveitar.

3. Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti - 2208022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Söru Viktoríu Bjarnadóttur sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við tveimur byggingarreitum fyrir einbýlishús á landeigninni Örk (L187935).
Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

4. Akureyrarbær - Breyting á deiliskipulagi vegna stofnstígs meðfram Leiruvegi - 2208031
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Akureyrarbæ vegna breytingar á deiliskipulagi Höpnersbryggju vegna áforma um stofnleið hjóla- og göngustígs yfir Leiruveg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarsjórn að erindið fái jákvæða umsögn en vill benda á að oft er bílum lagt meðfram veginum að norðan og að mögulega vanti því bílastæði fyrir náttúruunnendur sem vilja stoppa og njóta svæðisins.

5. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarbyggð í Ölduhverfi í landi Kropps, unnin af Sigurði Einarssyni hjá Batteríiunu, dags. X
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd óskar eftir að tillagan sé uppfærð og fram komi leiksvæði fyrir börn í norðurhlutanum, snjósöfnunar svæði, tengingar göngustíga til suðurs og gangstéttar verði að vera báðumegin gatna nema viðkomandi gata sé skilgreind sem vistgata. Jafnframt sé nauðsynlegt að sýna í hvaða áföngum svæðið verði byggt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri tillögu sé ásamt tilheyrandi aðalskipulagstillögu vísað í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30.gr. og 4.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

6. Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða - 2208023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Gísla Gunnlaugssyni sem f.h. G.V. grafa ehf. óskar eftir heimild til að reisa vinnubúðir við Kropp vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Ölduhverfi.
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd lýsir yfir efasemdum um staðsetningu vinnubúðanna þar sem að uppbygging á nýrri aðkomuleið að Ölduhverfinu er ekki komin. Ekki er æskilegt að auka umferðaþunga á gatnamótum Kropps við Eyjarfjarðabraut og huga þarf að umferðaöryggi á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að skoða megi aðrar staðsetningar þar til að uppbygging að nýrri aðkomuleið að Ölduhverfi sé lokið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé frestað og sveitarstjóra verði falið að ræða við umsækjanda.

7. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð sinni á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Leifsstaða 2 og liggja athugasemdir stofnunarinnar fyrir fundinum. Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagið sjálft en hinsvegar er bent á að sá ágalli sé á samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulaginu á 589. fundi þann 10. júní 2022 að samsvarandi aðalskipulagstillaga var ekki samþykkt samhliða á fundinum. Þar af leiðandi hafi deiliskipulagið sem samþykkt var ekki stuðst við heimildir samþykkts aðalskipulags á tilhlíðilegan hátt.
Skipulagsnefnd tekur á ný til umfjöllunar athugasemdir sem bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar.
Tvö erindi bárust vegna auglýsingar skipulagstillögunnar. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sé ætlunin að óska eftir því að vegur verði tekinn inn á vegaskrá þarf hann að uppfylla veghönnunarreglur. Bent er á að vegur/vegslóði að reitum fyrir íbúðarhús ofan hótels uppfyllir ekki veghönnunarreglur og er því settur fyrirvari um að sá hluti geti farið á vegaskrá síðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sýna þarf veghelgunarsvæði á uppdrætti skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veghelgurnarsvæði sé fært inn á skipulagsuppdrátt í samræmi við athugasemd sendanda.

2. erindi, sendandi Aðalsteinn Stefnisson.
Athugasemd a) Sendandi óskar eftir því að í endanlegri útfærslu á deiliskipulagi verði ekki gert ráð fyrir gerð og rekstur tjaldsvæðis á skipulagssvæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tjaldsvæðið verði fellt úr deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd bendir á að tilheyrandi aðalskipulagsbreyting hafi verið samþykkt á 592. fundi sveitarstjórnar þann 25. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 1b og 2a og leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. Reykhús 4 - aðalskipulagsbreyting - 2209003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Páli Ingvarssyni, Brynjólfi Brynjólfssyni og Guðrúnu Maríu Ingvarsdóttur sem óska eftir því að landnotkunarflokki lóðarinnar Reykhúsa 4 (L152743) sé breytt úr íbúðarsvæði í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Anna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?