Skipulagsnefnd

374. fundur 18. september 2022 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá:

1. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni f.h. N10b ehf. landeigenda Ytri-Varðgjár (L152838) óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í landi Ytri-Varðgjár.
Breytingin er til komin vegna áforma landeiganda að byggja hótel sunnan við Skógarböðin og um 12 íbúðarhús á landi sínu neðan Veigastaðavegar.
Lagt fram til kynningar.

2. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Fyrir fundinum liggur erindi undirritað af öllum eigendum Espihóls ehf. að láta deiliskipuleggja íbúðarsvæði fyrir eitt íbúðarhús á bújörðinni Espihóli (L152587) og gera samhliða því viðeigandi breytingar á aðalskipulagi Eyjarfjarðasveitar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að málshefjendum sé gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti - 2208022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Söru Viktoríu Bjarnadóttur sem óskar eftir að breyting verði gerð á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í landi Arkar og að veitt verði leyfi til að vinna deiluskipulag fyrir landareignina Örk.
Breytingin er tilkomin vegna áforma landeigenda að byggja tvö hús á landi sínu.
Jafnframt er sótt um undanþágu fyrir fjarlægðarreglu landeigna.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna um málið.

4. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Eyrarlands (ÍB14) er lokið og barst eitt erindi vegna málsins. Erindið er frá Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd fer fram á að gerð sé grein fyrir opnu svæði til almennra nota, hjóla- og gönguleið meðfram Veigastaðavegi, brunahana, snjósöfnunarsvæði og að hreinsivirki fráveitu skuli vera lífræn skólphreinsistöð sem byggir á loftun (t.d. Demantur)með grjótsvelg eða sambærileg/betri lausn. Einnig þarf að tryggja aðgengi að Þingmannaleið / gönguleið að Skólavörðu/Vaðlaheiði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/123.

5. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð á lóðinni Samkomugerði 1 landsp 1, er lokið og barst eitt erindi vegna málsins. Erindið er frá Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. Bilskirnir - deiliskipulag 2021 - 2110056
Auglýsingartímabili deiliskipulagslýsingu fyrir íbúðarlóð á landareigninni Bilskirnir er lokið og bárust fjögur erindi vegna málsins. Skipulaghönnuði er falið að hafa hliðsjón af innsendum sendum athugasemdum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögu.

7. Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 - íbúðarbyggð í landi Skóga í Fnjóskadal - 2209027
Fyrir fundinum liggur erindi frá skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar þar sem óskað er eftir umsögnum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 ? 2022 þar sem áformað er að skilgreina frístundarbyggð við Skóga, Fnjóskadal í íbúðarbyggð.
Á sama tíma er leitað umsagna vegna breytinga á deiliskipulagi Skóga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillögurnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?