Skipulagsnefnd

386. fundur 13. mars 2023 kl. 08:00 - 09:05 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir hótelbyggingu í landi Ytri- og Syðri-Varðgjá, sem að hluta til er skilgreint sem íbúðarsvæði, ÍB22 og að hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL), lauk 24. febrúar sl. og bárust sjö erindi vegna málsins. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.

2. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir íbúðarsvæði fyrir eitt íbúðarhús í landi Espihóls, sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði, lauk 8. mars sl. og bárust fjögur erindi vegna málsins. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.

3. Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða - 2301017
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindi frá Mjölnir tréverk ehf. og BÁ húsaskoðun sem hefur fengið úthlutað lóð 4 og 6 við D götu í Hrafnagilshverfi þar sem óskað er eftir að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða raðhús eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi Hrafnagilshverfis.
Umsögn skipulagshönnuðar liggur fyrir.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað þar sem verið er að fara fram á aukið byggingarmagn og fjölgun íbúða. Breytingarnar munu hafa áhrif á heildar gæði skipulagsins með aukinni bílaumferð, skertu umferðaröryggi og draga úr almennum gæðakröfum sem lagt var upp með í vinnu við deiliskipulagi Hrafnagilshverfis

4. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004
Nefndin heldur áfram umfjöllum um erindi frá Biskupsstofu þar sem óskað er eftir stofnun lóðar undir fyrrum prestsbústað á Syðra-Laugalandi.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt - enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land. Jafnframt sé sett inn kvöð sem tryggir aðkomu að skúrnum austan við lóðina.

5. Leifsstaðir II - ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2303010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttir, hjá Lilium teiknistofu, fyrir hönd landeigenda Leifsstaða 2 (L152714), þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi Leifstaða 2 - stækkun á bygginarreitum G7-10 og fjölgun bílastæða.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísar erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05

Getum við bætt efni síðunnar?