Skipulagsnefnd

388. fundur 11. apríl 2023 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi


Skipulagsfulltrúi leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Einari Grétari Jóhannssyni, Eyrarlandi. Var það samþykkt samhljóða og verður 8. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2303019
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindi frá Steinari Hauki Kristbjörnssyni fyrir hönd eigenda Sigtún L. 152764 þar sem óskað er eftir stofnun lóðar við eldra íbúðarhúsið að Sigtúnum. Með erindinu fylgir uppfærður uppdráttu frá Jónasi Vigfússyni sem sýnir afmörkun lóðarinnar.
Hákon Bjarki Harðarson víkur að fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land. Janframt er sett kvöð um að lóðarhafi hefti ekki umferð um heimreið og hlað.

2. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarhús á landeigninni Espilaut á Espihóli ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, þar sem umræddu íbúðarsvæði er bætt við aðalskipulagið.
Benjamín Davíðsson víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Árbær - byggingarreitur fyrir viðbyggingu - 2304001
Ármann Ketilsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir viðbyggingu við íbúðarhús í Árbæ L.152564. Erindinu fylgir uppdráttur frá Ragnari Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 8. mars 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

4. Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða - 2303030
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi fyrir hönd landeigenda Stóra-Hamars 1 (L152778) þar sem óskað er eftir heimild til að breyta Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna tveggja efnistökusvæða í landi Stóra-Hamars 1
Breytingin er til komin vegna áforma landeiganda um að opna tvö efnistökusvæði á landi sínu.
1. Efnistökusvæði á þegar röskuðu svæði vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Stærð
efnistökusvæðis er um 1,7 ha og áætlað magn efnistöku er um 30.000 m2.
2. Efnistökusvæði á eyri Eyjafjarðarár norðvestan við bæjarstæði Stóra-Hamars 1. Stærð
efnistökusvæðis er um 1,4 ha og áætlað magn efnistöku er 40.000 m2.
Með erindinu fylgja afstöðumyndir þar sem sjá má svæðin sem umræður á loftmynd.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í ferli og umsækjanda falið að skila inn skipulagslýsingu.


5. Eyrarland - byggingarreitur fyrir gróðurhús - 2304003
Einar Grétar Jóhannson sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir gróðurhús við aðstöðuhús og kartöflugeymslu á Eyrarlandi L.152588. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jónasi Vigfússyni dags. 4. apríl 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

6. Eyrarland - ósk um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará, vestan Fosslands - 2303031
Fyrir fundinum liggur erindi frá Einari Jóhannsyni fyrir hönd landeigendum Eyrarlands þar sem óskað er eftir leyfi til efnistöku til einkanota úr Eyjafjarðará vestan
Fosslands. Þar er rani út í ána sem notaður var vegna efnistöku. Efnið er ætlað til framkvæmda við nýtt skipulag. Vegagerð og í lagnaskurði. Ef leyfi fæst getur það sparað efnisflutning um langan veg með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Efnið yrði mokað upp áður en veiðitímabil í ánni hefst.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita efnistökuleyfi fyrir 5000m3 til eigin nota enda verði ekki farið inn á hverfisverndarsvæðið.


7. Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 - 2211023
Áframhaldandi umræða um erindi frá Haraldi S. Árnasyni fyrir hönd eigenda Tjarnargerðis um að reisa bílageymslu á lóð sinni. Búið er að koma til móts við athugasemdir sem settar voru fram í grendarkynningu með því að hliðra húsinu frá landamerkjum. Með erindinu fylgir afstöðumynd sem sýnir nýja staðsetningu bílageymsluhússins.
Búið er að koma til móts við athugasemdir sem settar voru fram í grendarkynningu með því að hliðra húsinu frá landamerkjum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.


8. Eyrarland - lóðarmörk og staðfang 2023 - 2304005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Einari Grétari Jóhannssyni sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við skráningu 10 lóða skv. deiliskipulagi sem í vinnslu er. Einnig er óskað eftir staðfanginu Birkilandi á nýju lóðirnar. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur af lóðarmörkunum dags. 29. mars 2023.
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?