Skipulagsnefnd

390. fundur 08. maí 2023 kl. 08:00 - 09:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits - 2304031
Fyrir fundinum liggur erindi frá Haraldi Arnarsyni fyrir hönd Brynjars Valgeirssonar Eigandi Kotru 11. Óskað er eftir því að stækka byggarreit til austur samkv. meðf. afst.mynd. Húsið er risið og nú á að reisa bílskúr.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
 
2. Hjallatröð 3 - frávik frá budninni byggingarlínu - 2304035
Sindri Cæsar Magnason hefur sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóðinni Hjallatröð 3 í Hrafnagilshverfi og er ráðgert að framhlið hússins verði 4 m innan við bundna byggingarlínu skv. gildandi deiliskipulagi. Ástæða þessa fráviks er að grundunarskilyrði eru miklu lakari austast í byggingarreitnum. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögg teiknistofu dags. 4. apríl 2023. Byggingarfulltrúi fer fram á að sveitarstjórn taki afstöðu til skipulagsfráviksins.
Skipulagsnefnd telur sýnt að byggingaráformin skerði ekki hlut nágranna að neinu leyti og leggur því til við sveitarstjórn að hliðrun frá bundinni byggingarlínu verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2012.
 
3. Espiholt - umsókn um stækkun lóðar - 2305004
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhannesi Ævari Jónssyni fyrir hönd Espihóll ehf. eigenda Espihóls, þar sem óskað er eftir að stækka lóð Espiholts L 191469 eigandi er Valgerður Anna Jónsdóttir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
4. Skólatröð 8 - beiðni um að breyta lóð úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð - 2305005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Eyþóri Árna Sigurólasyni þar sem óskað er eftir að gerð verði skipulagsbreyting á Skólatröð 8 og í stað einbýlis hús verði leyfilegt að reisa þar parhús.
Erindinu frestað afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar.
 
5. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi fyrir hönd N10b ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Meðfylgjandi eru tillögur að deiliskipulagsbreytingu og aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðs hótels í landi Ytri-Varðgjár.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar skulu kynntar á opnum fundi og með erindi til viðeigandi hagsmunaaðila.
 
6. Kotra 12 - umsókn um byggingu gestahúss - 2305008
Haukur Bergmann Gunnarsson eigandi Kotru 12 (L230145) sækir um leyfi til að byggja 40 fm gestahús á lóð sinni.
Skipulagsnefnd telur að þar sem húsið er alfarið innan byggingarreits og þar sem samanlagt byggingarmagn á lóðinni er langt innan leyfilegra marka samkvæmt deiliskipulagi leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2012. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mælst verði til þess við lóðarhafa að útlit gestahússins skuli samræmt við íbúðarhúsið.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20
Getum við bætt efni síðunnar?