Skipulagsnefnd

391. fundur 22. maí 2023 kl. 08:00 - 09:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Jódísarstaðir - umsókn um stofnun lóðar - 2305017
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Jódísastaðar L.152664, þeim Hlyni Kristinssyni og Snæbirni Sigurðssyni,þar sem óskað er eftir að afmörkuð verði landspildu úr landi Jódísarstaða L.152664 og að jafnframt verði afmarkaður byggingarreitur fyrir um 220fm frístundarhús. Landspildan mun frá nafnið Hrafnabjörg.
Í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er svæðið sem um ræður skilgreint sem Frístundarsvæði F6 Höskuldsstaðir I, stærð: 17, 3 ha, Fjöldi húsa 32, Lýsing: Svæði ofan túna, óbyggt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að stofna frístunda lóð á svæði sem merkt er F6 í Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Deiliskipuleggja þarf svæðið til að hægt sé að samþykkja byggingarreit. Ekki er gerð athugasemd við nafngiftina.
 
2. Torfur - beiðni um tilfærslu efnistökuleyfa milli malarnáma 2 og 4 - 2305021
Fyrir fundinum liggur erindi frá Söru Maríu Davíðsdóttir og Þóri Níelssyni eiganda Torfa L.152816 þar sem óskað er eftir tilfærslu á efnistökuleyfi á milli efnistökusvæða 2 og 4 í landi Torfa.
Beðið er um leyfi fyrir því að færa 5000 m3 af leyfilegri efnistöku úr námu 4 yfir á námu 2. Hugmyndin er að laga svæðið eftir malartökuna í vetur, breikka farvegin alveg efst þannig að áin hafi nægt pláss til að fara í vöxt án þess að brjóta úr suður bakkanum, setja stærstu steinana út í ána og láta þá virka sem þröskulda til að varna frekari dýpkun farvegarins neðan brúar og gera árbakkann að sunnan hættuminni.
Benjamín Davíðsson víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn frá Vegagerðinni.
 
3. Sigtún 2 - Sigtún efra - beiðni um breytt staðfang - 2305016
Steinar Haukur Kristbjörnsson sækir um, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Sigtún (L152764), um nafnbreytingu á nýstofnaðri lóð undir eldra íbúðarhúsið á Sigtúni. Á fyrri umsókn var óskað eftir að landeignin fengið heitið Sigtún 1 en HMS hafnaði því staðfangi. Er nú óskað eftir að landeignin fá staðfangið Sigtún efra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
4. Eyrarland - beiðni um óverulega aðalskipulagsbreytingu - 2305023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi f.h. landeigenda Eyrarlands L. 152588 þar sem óskar er eftir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í landi Eyrarlands.
Breytingin er til komin vegna þess að Íbúðarsvæði ÍB14 er þrískipt og eru þegar 5 hús á einu svæðinu og er þar ein lóð óbyggð. Á hinum svæðunum hefur landeigandi uppi áform um að byggja allt að 10 íbúðarhús og því verða alls 16 íbúðarhús á svæðunum þremur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
5. Eyrarland - tilkynning um efnistökuleyfi til einkanota - 2305022
Samkvæmt 13.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og Aðalskipulagi Eyjafarðarsveitar 2018-2030 er eigendum eða umráðamönnum eignarlands heimild minni háttar efnistaka til eigin nota. Jafnframt bendir Aðalskipulagið á að reynt skuli að hafa vegalendir fyrir efnistöku sem stystar.
Einar Grétar Jóhannsson tilkynnir f.h. eigenda Eyrarlands L. 152588 um efnistöku til eigin nota á Eyralandi í tengslum við væntanlegar byggingarframkvæmdir. Það að geta nýtt efni á svæðinu hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor sveitarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið þar sem að engar kvaðir hvíla á umræddu landi.
 
6. Hrísar - umsókn um stofnun nýrrar landeignar, Hrísar 2 - 2305024
Fyrir fundinum liggur erindi frá Rósbergi Óttarsyni fh. landeigenda Hrísa L. 152655 um að stofna lóð. Á lóðinni er íbúðarhús.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin fá heitið Hrísar 2.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
 
7. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindið frá Herði Snorrasyni fyrir hönd Heimavallar ehf. vegna framkvæmdaleyfis til endurbóta á landbúnaðarlandi og stækkun túna.
Erindinu var frestað á skipulagsnefndarfundi 14. nóv. sl.. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Óshólmanefndar. Ekki hefur borist formlegt svar til skipulagsfulltrúa frá formanni Óshólmanefndar en samkvæmt fundargerð þá tók Óshólmanefnd málið fyrir á fundi þann 7. des 2022.
Erindinu frestað.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20
Getum við bætt efni síðunnar?