Skipulagsnefnd

395. fundur 28. ágúst 2023 kl. 08:00 - 10:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Heilsueflandi ferðaþjónusta - Blá hafið - 2308021
Sigurður Þorsteinsson kynnir fyrir hönd Bláa hafsins ehf framtíðar byggingar hugmyndir sem liggja á bak við ósk um að lóðin nr. 216178 í landi Ytri- Varðgjá verði breytt í úr íbúðalóð í lóð fyrir heilsueflandi ferðaþjónustu.
 
2. Byggingarleyfi fyrir bráðabirgðar viðbyggingu við leikskólann að Krummakoti. - 2308020
Eyjafjarðarsveitar óskar eftir byggingarleyfi fyrir bráðabirgðarviðbyggingu við leikskólann að Krummakoti, Laugartröð 3, L 201270.
Þar sem að framkvæmdin hefur ekki teljandi áhrif á neinn nema sveitarfélagið sem er málsaðili málsins og um er að ræða tímabundna lausn leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
3. Gröf - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi íbúðarhús - 2308001
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Grafar L. 152616 um að stofna lóð undir íbúðarhús sem stendur á jörðinni.
Óskað er eftir að lóðin fái nafnið Áshöfði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
4. Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða - 2308015
Fyrir fundinum liggur erindi frá eiganda Stóra-Dals L.152777 þar sem óskað er eftir að stofna 7 lóðir.
Erindinu frestað, skipulagsfulltrúi fundar með hlutaðeigandi.
 
5. Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit - 2201016
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um um byggingarreit fyrir einbýlishúsi á lóðinni Arnarhóli lóð L202907.
Grenndarkynningu er lokið og samþykki nágranna við fráviki frá 35 metra reglu liggur fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
6. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Auglýsingartímabili deiliskipulags fyrir Leifsstaði II L152714 er liðin.
Allar áður inn sendar umsagnir halda gildi sínu.
Engar nýjar athugasemdir bárust. En ósk um breytingu vegna deiliskipulagsins barst frá landeigendum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsgögn verði uppfærð í samræmi við athugasemdir landeigenda og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt samkv.3.mgr.41.gr. skipulagslaga 123/2010.
 
7. Framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna haugsetningu Ytri-Varðgjá - 2308019
Fyrir hönd N10b ehf. (680714-1690) óskar Ingar Ívarsson Landslagi eftir framkvæmdaleyfi fyrirtímabundna haugsetningu á grjóti á núverandi tanga vestan Eyjafjarðarbrautar eystri, um200 m sunnan gatnamóta við þjóðveg nr. 1 (Leiruveg).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar.
 
8. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir hönd landeigenda Ytri-Varðgjár (L232519 og L232364) óskar Ómar Ívarsson hjá Landslagi eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir 16,2 ha óbyggt íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að unnið er að rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið og mikilvægt sé að hafa það til hliðsjónar við deiliskipulagsgerðina og horft verði til þess við afgreiðslu málsins á síðari stigum.
 
9. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Hestamannafélagið Funi hyggst klára tengingu frá reiðveginum sem lagður hefur verið að Brúnum og niður á hitaveituveg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í minniháttar breytingu á aðalskipulagi þar sem lega reiðleiðar um Brúnir er samræmd þeirri kvöð sem sveitarstjórn samþykkti að á landinu skildi hvíla við stofnun lóðar. Þá verði sveitarstjóra falið að ganga eftir því að kvöðinni verði þinglýst á lóðina.
 
10. Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
Fyrir fundinum liggja uppfærð skipulagsgögn vegna Hótel Gjá sem breytt hefur verið í samræmi við athugasemdir nefndarinnar sem komu fram á síðasta skipulagsnefndarfundi.
Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagi fyrir Ytri-Varðgjá Hótel Gjá verði vísað í auglýsingu samkvæmt 31.gr og 41.gr. skipulagslaga 123/2010 að undangenginni uppfærslu á texta miðað við athugasemdir skipulagsnefndar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15
Getum við bætt efni síðunnar?