Skipulagsnefnd

396. fundur 11. september 2023 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús - 2306003
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Brúnaholts L 152581 þar sem óskað er eftir að stofna lóð undir íbúðarhús og að lóðin fái heitið Holt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
2. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar.
Innviðarráðuneytið hefur veitt undanþágu frá skipulagsreglugerð gr. 5.3.2.5 um fjarlægð byggingarreita frá tengivegi.
Lagt fram og kynnt.
 
 
3. Ysta-Gerði lóð - beiðni um breytt staðfang - 2309002
Fyrir fundinum liggur erindi frá eiganda lóðarinnar Ysta-Gerði lóð (L222099) þar sem óskað er eftir nafnabreytingu á lóðinni og að lóðin fái heitið Álfagerði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
4. Hótel í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi - umsagnarbeiðni vegna matsskylduákvörðunar Skipulagsstofnunar - 2307004
Skipulagsstofnun hefur samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 12.04 í 1. viðauka laganna fjallað um fyrirhugaða byggingu 120 herbergja, 9.000 m2 hótels Ytri-Varðgjá í Eyjafjarðarsveit og viðbótarlaug fyrir Skógarböðin.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. október 2023.
Lagt fram og kynnt.
 
5. Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 - 2309015
Fyrir fundinum liggur aðalskipulagsbreyting þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra skipulag. Jafnframt liggur fyrir deiliskipulag sem auglýsa þarf að nýju
Erindinu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með landeigendum.
 
6. Flokkun landbúnaðarlands - endurskoðun aðalskipulags 2023 - 2309010
Við endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar var ákveðið að flokka landbúnaðarland í Eyjafjarðarsveit í samræmi við leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar gefnar út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, unnar í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Verkefnalýsing lögð fram og kynnt.
Lagt fram og kynnt.
 
7. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Biskupsstofu um skráningu lóðar úr landi Syðra-Laugalands. Borist hafa upplýsingar um að 1,5 m bil sé frá veggjum skúrs á fyrirhugaðri lóð að lóðarmörkum.
Erindinu frestað.
 
9. Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis - 2303030
Fyrir fundinum liggur tillaga, að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæða í landi Stóra-Hamars 1, frá Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi fh. Jóhanns Jóhannessonar eiganda Stóra-Hamars 1 L152778.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
8. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - skipulagsskilmálar við Hrafnatröð - 2309016
Nefndin ræðir um skipulagsskilmála nýrra byggingarlóða við Hrafnatröð.
Lagt fram og kynnt.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45
Getum við bætt efni síðunnar?