Skipulagsnefnd

400. fundur 06. nóvember 2023 kl. 08:00 - 08:55 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggja drög að skipulagslýsingu vegna athafnasvæðis við Bakkaflöt dags. 18. október 2023. Nefndin heldur áfram umfjöllun um skipulagslýsinguna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera nokkrar lagfæringar á skipulagslýsingunni og leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Heimavallar ehf. um endurbætur á landbúnaðarlandi í landi Hvamms.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.
 
3. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir fyrirhugað íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár lauk 12. október síðastliðinn og bárust 15 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
 
4. Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023 - 2311009
Ævar Kristinsson sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar úr jörðinni Miklagarði II (L152727). Erindinu fylgir ódagsettur uppdráttur frá Elmari Sigurgeirssyni. Lóðin skal bera heitið Hagahóll.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
6. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Botnsvegar (8328-01) af vegaskrá - 2311002
Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Botnsvegar (8328-01) af vegaskrá frá og með næstu áramótum þar sem vegurinn uppfyllir ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Hægt er að senda inn athugasemdir vegna ákvörðunarinnar til 16. nóvember næstkomandi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingu um fasta búsetu á Botni til Vegagerðarinnar vegna málsins.
 
5. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar nr. 8397-01 af vegaskrá - 2311001
Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar nr. 8397-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum þar sem vegurinn uppfyllir ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi. Hægt er að senda inn athugasemdir vegna ákvörðunarinnar til 16. nóvember næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55
Getum við bætt efni síðunnar?