Skipulagsnefnd

401. fundur 20. nóvember 2023 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Nefndin fjallar um fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir starfsárið 2024. Fyrir fundinum liggja drög að fjárhagsáætlun dags. 2023-11-16.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn fjárveitingu skv. drögum sem fyrir fundinum liggja.
 
2. Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu - 2301013
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis óskar eftir umsögn Eyjafjarðarsveitar um skipulagstillögur vegna Svæðisskipulags Suðurhálendis. Frestur til að veita umsögn er til 14. janúar 2024.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína um að skipulag útiloki ekki að stofnvegir yfir hálendið séu hannaðir fyrir vöruflutninga á milli landshluta. Nefndin gerir að öðru leiti ekki athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt
 
3. Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni - 2311029
Hörgársveit óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024. Frestur til að veita umsögn um skipulagslýsinguna er til 13. desember næstkomandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
 
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Heimavallar ehf. um endurbætur á landbúnaðarlandi í landi Hvamms. Fulltrúar Heimavallar ehf. þau Hörður Snorrason, Helga Hallgrímsdóttir og Páll Snorrason koma á fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum og í samstarfi við landeigendur með það fyrir augum að veita framkvæmdaleyfi sem nái til þurrasta hluta svæðisins.
Afgreiðslu erindis frestað.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
Getum við bætt efni síðunnar?