Skipulagsnefnd

402. fundur 04. desember 2023 kl. 08:00 - 10:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður
Dagskrá:
 
1. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Auglýsingartímabili aðal- og deiliskipulagstillögu vegna íbúðarsvæðis á jörðinni Espihóli lauk 27. nóvember s.l. og bárust fimm erindi vegna tillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagstillögurnar í innkomnum erindum. SKipulagsnefnd áréttar að tilgangur nýs íbúðarsvæðis er til að liðka fyrir kynslóðaskiptum í búrekstri og leggur til við sveitarstjórn að texta aðalskipulagstillögu verði breytt svo það komi fram. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt aðalskipulagstillaga verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
Benjamín Davíðsson vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
 
2. Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 - 2309015
Kynningartímabili skipulagslýsingar vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Jódísarstaði lauk 22. nóvember síðastliðinn og bárust 7 erindi vegna lýsingarinnar. Skipulagslýsingin dags. 24.10.2023 og minnisblað með innkomnum erindum fylgja og fjallar skipulagsnefnd um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði falið að sammælast við Vegagerðina um aðkomu að íbúðarsvæðinu. Skipulagsnefnd leggur enn fremur til að skipulagshönnuði verði einnig falið að hafa hliðsjón af öðrum innkomnum athugasemdum við mótun skipulagstillögu.
 
3. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð sinni á deiliskipulagi Ölduhverfis skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf frá stofnuninni dags. 17. ágúst 2023. Fyrir fundinum liggja einnig deiliskipulagsgögn dags. 23. ágúst 2023 sem uppfærð hafa verið með hliðsjón af athugasemdum sem fram koma í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
 
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
 
4. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Á fundi skipulagsnefndar 6. nóvember síðastliðinn fjallaði nefndin um innkomin erindi vegna skipulagslýsingar fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í landi Ytri-Varðgjár og var skipulagshönnuði í kjölfarið falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagtillögu. Tillagan hefur nú verið uppfærð samkvæmt athugasemdum eins og efni stóðu til og eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð frá Landslagi ehf dags. 21.11.2023 meðfylgjandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæðum um snjósöfnunarsvæði skuli bætt við deiliskipulag auk þess sem gera skuli grein fyrir gönguleiðum til norðurs og suðurs milli íbúðarsvæða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri deiliskipulagstillaga verði vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Landeigendur Brúna mæta á fund skipulagsnefndar klukkan 9 vegna fyrirhugaðrar reiðleiðar.
Einar Gíslason kynnti sjónarmið landeigenda varðandi reiðleiðir í landi Brúna.
 
6. Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál, kynning á kröfum við málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga - 2311039
Fyrir fundinum liggur erindi frá óbyggðanefnd vegna kröfu sem er til meðferðar er hjá nefndinni innan Eyjafjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
 
7. Skógarböð ehf. - umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu - 2311041
Skógarböð ehf. sækja um leyfi fyrir áramótabrennu á gamlárskvöld á tanga vestan Eyjafjarðarbrautar eystri, um 200 m sunnan gatnamóta við þjóðveg nr. 1 (Leiruveg). Meðfylgnadi er uppdráttur frá Landslagi ehf. dags. 23.11.2023 sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu brennunnar ásamt umsókn Skógarbaða ehf. dags. 28.11.2023.
Skipulagsnefnd bendir á að brennur séu ekki á verksviði nefndarinnar heldur séu háðar leyfi sýslumanns.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
Getum við bætt efni síðunnar?