Skipulagsnefnd

409. fundur 18. mars 2024 kl. 08:00 - 09:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður
Dagskrá:
 
1. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Nefndin heldur áfram umfjöllun um reiðleiðina sem Hestamannafélagið Funi hyggst klára. Meðfylgjandi er minnisblað með fundarsögu máls.
Nefndin heldur áfram umfjöllun um legu reiðleiðar um land Brúna og Syðra- og Ytra-Laugalands. Nefndin samþykkir að boðað verði til funda með Vegagerðinni og eigendum Syðra- og Ytra-Laugalands til að meta fleiri kosti sem eru í stöðunni.
 
2. Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar - 2402001
Sveitarstjórn samþykkti 8. febrúar sl. að heimila Ingibjörgu Helgadóttur að vinna deiliskipulagstillögu fyrir eitt íbúðarhús á lóðinni Ekru 2 skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nú sækir málshefjandi um heimild til Vegagerðarinnar fyrir tengingu lóðarinnar við Veigastaðarveg ásamt því að sækja um undanþágu ráðherra frá grein 5.3.2.5-d í skipulagsreglugerð 90/2013 vegna fjarlægðar íbúðarhúss frá tengivegi. Meðfylgjandi er afstöðumynd unnin af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 03.02.2024
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar nýbyggingar frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5 d í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, enda samræmast byggingaráformin byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að vegtenging og fráveitumál verði leyst með hliðsjón af nærliggjandi skipulagsáformum sem eru í vinnslu. Einnig áréttar nefndin að deiliskipulag spildunnar skuli samræmast ákvæðum rammahluta aðalskipulags fyrir umrætt svæði sem nú er í vinnslu.
 
3. Hólmatröð 6 - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2403012
Lóðarhafar Hólmatraðar 6 óska eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar á þann hátt að bílskúr og þ.a.l. aðkoma að lóðinni og bílastæði yrðu austan megin á lóðinni en ekki vestan megin eins og deiliskipulag Hrafnagilshverfis gerir ráð fyrir. Ástæðan fyrir beiðninni um breytingu er sú að útsýni úr stofu og herbergjum yrði betra vestan megin úr fyrirhuguðu húsi en austan megin þar sem lóðin Hólmatröð 8 er skipulögð fyrir fjölbýlishús. Meðfylgjandi eru drög að aðaluppdráttum fyrir Hólmatröð 6 sem sýna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi.
 
4. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggja drög að tillögu deiliskipulags fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt, unnið af Lilium teiknistofu dags. 11. mars 2024.
Skipulagnsnefnd kallar eftir að Eyjafjarðarbraut vestri verði merkt inn á skipulagsuppdrátt skv. aðalskipulagi og að skipulagshönnuður verði kallaður á fund nefndarinnar til að ræða nánari útfærslu skipulagsins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15
Getum við bætt efni síðunnar?