Skipulagsnefnd

424. fundur 27. janúar 2025 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Heimavallar ehf. um endurbætur á landbúnaðarlandi í landi Hvamms. Borist hefur afstöðumynd sem sýnir hnitsett svæði vegna landfyllinga til að bæta ræktunarsvæði
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til samræmis við hnitsetningu í fyrirliggjandi gögnum dags 13.11.2024 frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
 
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Teigs - 2410001
Erindi sem Teigur ehf. fékk sent frá Fiskistofu dags.19.desember lagt fyrir fundinn, þar sem Fiskistofa veitir Teigi ehf. ekki heimild til efnistöku í Eyjafjarðará.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi sem samþykkt var á fundi Sveitarstjórnar þann 17.10.2024 verði afturkallað á grundvelli ákvörðunar Fiskistofu en formgalli hafði verið á útgáfu leyfisins.
 
Skipulagsnefnd áréttar þó að hér sé um verulegan viðsnúning að ræða í afgreiðslu Fiskistofu og ekkert gefi til kynna að breytingar hafi orðið á forsendum í ánni. Umsagnir fiskifræðinga frá Fiskrannsóknum ehf. gefi ekki til kynna að þörf sé á að hætta efnistöku í ánni og veiðifélag Eyjafjarðarár gerir ekki athugasemdir við efnistöku utan veiðitíma. Þá bendir skipulagsnefnd á að nauðsynlegt sé að halda áfram efnistöku í ánni svo að byggð megi halda áfram að þróast á eðlilegan máta í Eyjafirði og sandtaka úr henni sé mikilvæg svo að vatnsyfirborð hennar hækki ekki um of.
 
Skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum frá Fiskistofu hvað þurfi að gera svo efnistaka verið áfram heimil í Eyjafjarðará.
 
5. Sýslum. á Norðurl.eystra - Umsagnarbeiðni um breytingu á gildu rekstrarleyfi fyrir Hafdal gistiheimili - 2501015
Umsagnarbeiðni liggur fyrir fundinum vegna umsóknar um stækkun á gildu rekstrarleyfi nr. LG-REK-011868 frá Neringa ehf vegna Hafdals gistiheimili að Stekkjarlæk. Verið er að fjölga herbergiseiningum úr 8 í 10 og eykst því gestafjöldi í 23 gesti, ný móttaka og morgunverðarmóttaka ásamt lyftu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um breytingarnar.
 
6. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Lilja Filippusdóttir skipulagshönnuður kemur inn á fundinn sem gestur og kynnir fyrir nefndinni uppfærð skipulagsgögn, unnin af Lilium teiknistofu dags 22.01.2025.
Nefndin þakkar Lilju fyrir kynninguna. Lilja tók minnispunkta og mun uppfæra gögn til samræmis.
 
2. Hólalandslína 3 - Umhverfisúttekt - Landsnet - 2412023
Skýrsla varðandi umhverfisúttekt v/ Hólalandslínu 3 lögð fram til kynningar. Skýrslan er unnin af COWI f.h Landsnets.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
 
4. Ofanflóðaúttekt - Veðurstofa Íslands - Forgangsbæir - 2501010
Sveinn Brynjólfsson sérfræðingur á sviði ofanflóða, sendir inn ofanflóðaúttekt þar sem aðstæðum er lýst á "forgangsbæjunum" og þeir flokkaðir í 5 flokka. Lagt fram til kynningar fyrir nefndinni.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir skýrsluna og leggur til við sveitarstjórn að óskað verði heimildar frá Veðurstofu til að gera hana opinbera.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?