Skipulagsnefnd

68. fundur 16. janúar 2007 kl. 16:59 - 16:59 Eldri-fundur

68. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 13. des. 2006. kl. 20.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Minnisblað um efnistöku.

Fyrir fundinum liggur minnisblað sveitarstjóra frá fundi á Skipulagsstofnun hinn 8. des. s. l. þar kemur fram tillaga að faglegu mati á áhrifum efnistöku úr Eyjafjarðará frá Reykárhverfi að Vöglum og á óshólmasvæðinu. Nefndin leggur til að farið verði að þeirri tillögu, sem fram kemur í minnisblaðinu. Aðalskipulagstillagan geri þó ráð fyrir að efnistaka verði leyfð á umræddum svæðum sumarið 2007Sjá meðfylgjandi minnisblað, merkt fsk. 1.

2. Afgreiðsla athugasemda við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.
B-1
Erindi PACTA dags. 9. okt. 2006 f. h. Bergsteins Gíslasonar vegna Leifsstaðalands Mótmælt er nýtingarhlutfall í fyrirhugaðri íbúðarbyggð, fjarlægðarmörkum og skilgreiningu á reit OS8 neðan Leifsstaðabrúna; þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. þá er störfum skipulagsnefndar mótmælt þar sem ákveðins ójafnræðis er talið gæta um ákvarðanir um deiliskipulag og bent á Brúarland til samanburðar.

Fyrir liggur tillaga að afgreiðslu athugasemdarinnar. Tillagan var samþykkt með 4 greiddum atkvæðum

D-3 Benjamín Baldursson og Hulda M. Jónsdóttir, Ytri-Tjörnum, mótmæla með bréfi dags. 9. okt. íbúðasvæði í landi Tjarnagerðis.

Nefndir samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að leggja til að erindinu verði hafnað.

E-1 Erindi frá Benedikt Hjaltasyni dags. 1. okt. 2006, beiðni um að land hans ofan Reykárhverfis verði skilgreint sem "íbúðarsvæði til síðari nota."

Afgreiðslu frestað þar sem ekki hefur enn borist svar við fyrirspurn nefndarinnar sem umsækjanda var sent 24. nóv. s. l.

E-2 Vilberg Jónsson fer fram á að spilda úr landi Kommu verði skilgreint sem íbúðarsvæði sbr. erindi dags. 5. okt. 2006, sbr. einnig svar hans dags. 29. nóv. við fyrirspurn nefndarinnar dags. 24. nóv. s. l.

Sjá nánar 3. tl. fundargerðarinnar.

E-15 Grettir Hjörleifsson andmælir í bréfi dags. 5. okt. 2006 hugmyndum um ölduhverfi vegna of mikillar nálægðar við umfangsmikinn búrekstur.

Nefndin samþykkir að leggja til að athugasemdinni verði hafnað.

3. Tillaga að málsmeðferð þeirra athugasemda sem teljast geta "íþyngjandi" umfram það sem lagt er til í auglýstri aðalskipulagstillögu.

Gera má ráð fyrir að samþykkt eftirfarandi athugasemda, einnar eða fleiri, geti leitt til þess að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.

- Erindi Fallorku, virkjanir í Djúpadal.
- Erindi Heiðbjartar Kristinsdóttur, 30.6 ha lands undir 5 lögbýli.
- Erindi Vilbergs Jónssonar, 3.4 ha lands fyrir 4 íbúðarhús.
- Erindi eiganda Kaupangs um að 36 ha úr landi jarðarinnar verði skilgreindir sem íbúðarsvæði.

Nefndin telur það óásættanlegt, þar sem gera má ráð fyrir að það fresti staðfestingu tillögunnar um 3 - 4 mánuði. Of miklir hagsmunir eru í húfi til að sú áhætta verði tekin.

Nefndin samþykkir að beina fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi þetta og leita álits hennar á því hvort samþykkt tillagnanna nú leiddi til endurauglýsingar. Afgreiðslu frestað þar svar hefur borist frá stofnuninni.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.00.

Getum við bætt efni síðunnar?