Skipulagsnefnd

71. fundur 07. mars 2007 kl. 10:08 - 10:08 Eldri-fundur
71. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Erindi Karls Karlssonar, Karlsbergi, dags. 5. feb. 2007, viðbrögð við afgreiðslu athugasemda við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi sínum hinn 20. feb. 2007. í erindinu er spurst fyrir um hvort afgreiðsla athugasemdarinnar endurspegli afstöðu og afgreiðslu erindisins hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Jafnframt því er farið fram á rökstuðning fyrir mismunandi kröfum um þéttleika byggðar í landi Brúarlands annars vegar og landi Leifsstaða hins vegar. Skipulagsnefnd staðfestir að afgreiðsla athugasemdarinnar er í samræmi við afstöðu hennar til málsins. þá bendir hún á að þéttleiki byggðar í gildandi deiliskipulagi fyrir Brúnahlíð og Brúnagerði byggist á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 – 2014 en deiliskipulag fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í landi Leifsstaða muni taka mið af ákvæðum í auglýstu Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Skipulagsnefnd samþykkir óbreytt fyrirliggjandi drög að svari til Karls Karlssonar sem er fsk. með fundargerð þessari.

2. Deiliskipulag í landi Brúarlands, erindi Sveins Bjarnasonar og Maríu Bjarnason, dags. 31. jan. 2007.
Með vísan til afgreiðslu erindisins samþykkir skipulagsnefnd meðfylgjandi drög að greinargerð til frekari áréttingar á afstöðu sinni.

3. Erindi Hörgárbyggðar dags. 16. feb. 2007, tillaga að breytingu á Svæðis-skipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018.
Tillagan gerir ráð fyrir að athafnasvæði í landi Mið- og Syðsta-Samtúns í Hörgárbyggð verði stækkað úr u. þ. b. 10 ha í u. þ. b. 15.5 ha. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.25.
Getum við bætt efni síðunnar?