Skipulagsnefnd

75. fundur 18. apríl 2007 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur
75. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. apríl kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Signýjarstaðir, tillaga að deiliskipulagi.
Fyrir liggur tillaga að 3ja húsa frístundabyggð á reit sem er 1.7 ha. á fundinn eru mætt Bryndís Símonardóttir, Háuborg, og Rögnvaldur Símonarson, Björk, en þau eru eigendur aðlægs lands. þeim er gerð grein fyrir skipulagstillögunni og hafa við hana eftirfarandi athugasemdir:
Bryndís leggur áherslu á að hún muni fara fram á að fjarlægðarmörk verði virt að fullu í samræmi við ákvæði í greinargerð þeirrar aðalskipulagstillögu fyrir Eyjafjarðarsveit sem nú er til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Rögnvaldur lýsir sömu skoðun.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að gera eigenda Signýjarstaða grein fyrir áhrifum þeim sem fjarlægðarákvæðin hafa á nýtingu svæðisins og leita samkomulags við hann um að einungis verði þarna gert ráð fyrir tveimur húsum.

2. Beiðni Ingvars Björnssonar, Hafnarstræti 24, Akureyri, um leyfi til stækkunar á aðstöðuhúsi við Knarrarbergsveg á lóð úr landi Leifsstaða.
ágúst Hafsteinsson, arkitekt, gerði grein fyrir erindinu sem fjallar um stækkun á húsi, sem skv. deiliskipulagi svæðisins er skilgreint sem aðstöðuhús. Deiliskipulagið gerir að öðru leyti ráð fyrir að á svæðinu megi byggja tvö íbúðarhús og að umrætt hús, sem fyrir var á svæðinu, yrði skilgreint sem aðstöðuhús (gestahús) á annari lóðinni.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu en gerir þá kröfu að kvöð um að ekki verði heimilt að skipta lóðinni upp í tvær eignir verði þinglýst á lóðina.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50.Getum við bætt efni síðunnar?