Skipulagsnefnd

86. fundur 29. ágúst 2007 kl. 09:38 - 09:38 Eldri-fundur
86. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 27. ágúst 2007 kl. 18.15.
Mætt óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Deiliskipulag í landi Brúarlands.
ágúst Hafsteinsson, arkitekt, skýrði hugmynd að deiliskipulagi svæðis milli þingmannalækjar og Brúnagerðis. Tillagan er hliðstæð tillögu sem áður hefur verið kynnt.
Afgreiðslu frestað.

2. Umsókn Bergsteins Gíslasonar um leyfi til byggingar íbúðarhúss í landi Leifsstaða, landnr. 152705.
Afgreiðslu frestað.

3. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

4. Stækkun á aðstöðuhúsi á lóð nr. 27 úr landi Leifsstaða, svar Skipulagsstofnunar við erindi dags. 10. júlí 2007.
Eftir ábendingar frá byggingarnefnd og með vísan til brés Skipulagsstofnunar telur nefndin sér ekki annað fært en afturkalla fyrri ákvörðun sína um að leyfa stækkun aðstöðuhússins.
5. Umsókn Jóns Bergs Arasonar um iðnaðarlóð á þveráreyrum fyrir jarðgerðarstöð.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn láti gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem sýni lóð fyrir jarðgerðarstöð í landi þverár. Byggingar á væntanlegri lóð verði þó að lágmarki 100 m frá farvegi árinnar sbr. t. d. ákvæði í lögum um lax- og silungsveiði.

6. Umsókn Bjarkeyjar Sigurðardóttur og Guðmundar þórðarsonsr dags. 6. ág. 2007 um nafn á nýbyggingu í landi Grafar.
Farið er fram á að húsið fái að heita Rökkurhöfði.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

7. Vegagerðin, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Eyjafjarðará.
Nefndin samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli fyrirliggjandi gagna enda hefjist framkvæmdir ekki fyrr en eftir loka veiðitímabilsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.20.
Getum við bætt efni síðunnar?