Skipulagsnefnd

87. fundur 07. september 2007 kl. 11:19 - 11:19 Eldri-fundur
87. fundur skipulagsnefndar haldinn þriðjudaginn 4. sept. 2007. Mætt óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 18.15 með sameiginlegri vettvangsferð fyrrnefndra skipulagsnefndarfulltrúa og sveitarstjórnarfulltrúanna Arnars árnasonar, Jóns Jónssonar, Elísabetar Sigurðardóttur, Einars Gíslasonar og Bryndísar þórhallsdóttur í Leifsstaðabrúnir, að Fjörubyggðarsvæðinu og að Brúnahlíð. Fundi síðan framhaldið í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi kl .

1. Leifsstaðabrúnir.
Eigendur 20 lóða hafa óskað eftir að stærstum hluta svæðisins þ. e. lóðum nr. 1 – 25 og Arnarholti verði breytt í íbúðarlóðir “þó þannig að þeir sem vilja halda frístundalóð sé það heimilt” eins og segir í samhljóða texta sem eigendur lóðanna hafa skrifað undir. Eigendur 5 fyrrnefndra lóð höfðu óskað þess sama áður en athugasemdafrestur við auglýsta tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2005 – 2025 rann út. Til viðbótar hafði eigandi að þremur lóðum farið fram á breytinguna ef samþykkt yrði að breyta Arnarholti í íbúðarsvæði. þessum beiðnum var hafnað með sérstökum rökstuðningi.

Sameiginleg niðurstaða er sú að fengið verði faglegt álit skipulagsfulltrúa á kostum og göllum þess að breyta svæðinu eins og um er beðið.

2. Fjörubyggðarsvæðið.
Skipulagsnefnd eigi fund með skipulagsfulltrúa og móti með honum tillögu að skipulagsforsendum fyrir þetta svæði.

3. Brúnarland, svæði milli þingmannalækjar og Brúnagerðis.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða.
"Skipulagsnefnd vill að gefnu tilefni enn ítreka að gerð deiliskipulags fyrir frekari íbúðarbyggð í landi Brúarlands skuli lúta þeim skilmálum sem fram eru settir í tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. þetta sjónarmið hefur margoft verið kynnt landeiganda bæði munnlega og skriflega á þar af leiðandi að vera honum fullljóst.

í deiliskipulagi fyrir umrætt svæði ber því að taka fullt tillit til fjarlægðarmarka og ákvæða um klasa eins og um ræðir í kafla "2.2.1 íbúðarsvæði" í greinargerð I með aðalskipulagstillögunni.

Nefndin bendir á í þessu samhengi að lega háspennulínu þvert yfir fyrirhugað skipulagssvæði mun augljóslega hafa áhrif á nýtingu þess á þann hátt að íbúðarlóðir norðan hennar virðast ekki koma til álita þegar tekið er tillit til fyrrgreindra ákvæða. Vilji landeigandinn koma í veg fyrir þær hömlur sem lega línunnar setur á nýtingu landsins þarf hann því að færa línuna."

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.50.

Getum við bætt efni síðunnar?