Skipulagsnefnd

93. fundur 28. nóvember 2007 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

93. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 27. nóv. kl. 18.15.
Mætt: óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson og Gunnar Valur Eyþórsson. Karel Rafnsson. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, skráði fundargerð. Við afgreiðslu á 1. lið voru mætt árni ólafsson, arkitekt, og Anna Guðmundsdóttir, Reykhúsum.

1. Erindi Páls Ingvarssonar og önnu Guðmundsdóttur mótt. 14. nóv. 2007, tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Reykhúsa.
Anna Guðmundsdóttir gerði stutta grein fyrir aðdraganda málsins og árni ólafsson, arkitekt, skýrði skipulagstillöguna. Svæðið er á aðalskipulagsuppdrætti afmarkað sem 5 ha en í deiliskipulagstillögunni er skipulagssvæðið alls sýnt 6.7 ha. þar af er landbúnaðarsvæði 1.7 ha. íbúðarbyggðin er á norðurhluta svæðisins þar sem er gert ráð fyrir 7 lóðum frá ca. 2.700 ferm. til ca. 4.600 ferm. Af ca. 5 ha. eru ca 2 ha. opið svæði og vegtengingar. Gert er ráð fyrir tveimur tengingum við Kristnesveg ytri, önnur er inn á skipulagssvæðið syðst en hin norðar um mitt íbúðarsvæðið. Rotþró er austan Kristnesvegar. á svæðinu er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir einbýlishús. Aðalskipulagið gerir hins vegar ráð fyrir 5 húsum. Landeigandi mun óska eftir að aðalskipulaginu verði breytt
þannig að byggja megi 7 hús á svæðinu. Hann mun jafnframt láta gera smávegilegar lagfæringar á tillögunni í samræmi við það sem kom fram á fundinum.

2. Vegamál og umferðaröryggi, frestað á síðasta fundi.
Uppsetningu greinargerðar frá vettvangsferðar nefndarinnar hinn 13. okt. hefur lítillega verið breytt sbr. bókun sveitarstjórnar frá 335. fundi hennar hinn 8. nóv. 2007. Sjá viðfest fylgiskjal.

3. Erindi Hestamannafélagsins Léttis um reiðveg meðfram Miðbraut, dags. 5. okt. 2007.
í erindinu er farið fram á að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem heimili reiðveg meðfram Miðbraut í þeim tilgangi að tengja saman reiðleið á austurbakka Eyjafjarðarár og þá reiðleið sem liggur með hitaveitulögninni að Laugalandi. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt enda þjóni leiðin einnig gangandi umferð.

4. Erindi um afmörkun sérstakrar lóðar fyrir Grundarkirkju, dags. 22. nóv. 2007.
á afstöðumynd frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í mælikv.u.þ.b 1:2000 og dags. er 7. nóv. 2007 er afmörkun lóðarinnar sýnd. Innan þeirrar afmörkunar fellur lóð kirkjunnar og kirkjugarðsins. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Fyrirspurn um matsskyldu, stækkun Akureyrarflugvallar, erindi Skipulagsstofnunar dags. 19. nóv. 2007, lagt fram til kynningar.
Með erindinu fylgir greinargerð Flugstoða, Akureyrarflugvöllur, lenging flugvallar, tilkynning um framkvæmd, dags. í nóv. 2007, unnin af Línuhönnun og Verkfræðistofu Norðurlands ehf. Greinargerðin er í 6 meginköflum auk heimildaskrár og uppdrátta er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og áhrifum hennar á umhverfi. Skipulagsstofnun óskar, með vísan til 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum , umsagnar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Lagt fram til kynningar.

6. Erindi Bjarna Sigurjónssonar, dags. 22. nóv. 2007 umsókn um framkvæmdaleyfi.
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegar frá Eyjafjarðarbraut eystri yfir að núverandi frístundabyggð í landi Syðri-Varðgjár. í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 er ráð fyrir því gert að svæðið breytist í íbúðarsvæði. Vegtengingin er staðfest í aðalskipulaginu. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fsk.með 2. tl.
G R E I N A R G E R ð
Vegamál og umferðaröryggi.

Skipulagsnefnd sem jafnframt fer með hlutverk umferðarnefndar hefur hinn 13. okt. 2007 farið skoðunarferð um sveitarfélagið í þeim tilgangi að leggja mat á ástand vega og umferðaröryggi. það er niðurstaða nefndarinnar að mikil þörf sé á stórauknu viðhaldi tengivega og að stefna beri að endurbyggingu þeirra með bundnu slitlagi á næstu árum alls staðar þar sem það er ekki fyrir hendi. þá telur nefndin þörf á sérstökum aðgerðum til að auka á umferðaröryggi á ákveðnum stöðum umfram það sem felst í endurbyggingu veganna. Hér fara á eftir tillögur nefndarinnar til úrbóta flokkaðar eftir efni.
Aðgerðir í verkahring Vegagerðarinnar.
Umferðaröryggi, verkefni til að framkvæma strax .
1. Umferðarmerkingar.
a. Hámarkshraði á Veigastaðavegi verði takmarkaður við 70 km.
b. Biðskyldu- eða stöðvunarskyldumerki ætti að vera frá áningarsvæði í Varðgjárfjöru og inn á Hringveginn.
c. Hámarkshraði á Leifsstaðavegi verði takmarkaður við 50 km.
d. Hraðaleiðbeiningarmerki verði sett upp við beygju hjá Espihóli.
e. Biðskyldumerki verði sett upp við sitt hvorn enda Laugartraðar inn á Eyjafjarðarbraut
vestri.
f. Gangbraut á Eyjafjarðarbraut vestri og handstýrð umferðarljós á móts við syðri heimreiðina að Hrafnagilsskóla verði forgangsverkefni.

Til ath.: ástæða er til að athuga hvort stöðvunarskyldumerki á Eyjafjarðarbraut eystri við Leiruveg skili meira umferðaröryggi en biðskyldumerki sem þar var fyrir.

Aðrar aðgerðir til að auka á umferðaröryggi.
a. Frárein verði gerð af Leiruvegi inn á Eyjafjarðarbraut eystri.
b. Mikil mishæð, sem verður að teljast mjög varasöm og hættuleg, er á Eyjafjarðarbraut ystri á Stóra-Hamarshæðinni. Að sögn sveitarstjóra hefur áskorun um lagfæringar ítrekað verið beint til Vegagerðarinnar. Vegfarendur hafa einnig vakið athygli á þeirri hættu sem af mishæðinni stafar, ekki síst vélhjólamenn. Lagfæring þolir ekki bið.
c. önnur mishæð, en ekki eins varasöm, er á Eyjafjarðarbraut eystri neðan Garðs. Hún þarfnast engu að síður lagfæringar sem fyrst.
d. á gatnamótum Miðbrautar og Eyjafjarðarbrautar eystri skyggir skógarbelti mjög á útsýni til suðurs fyrir þá sem aka austur Miðbraut. Margir hafa greint frá því að þarna hafi oft legið við hörðum árekstrum. Fyllsta ástæða virðist fyrir því að lækka eða fjarlægja skógarbeltið á nokkrum kafla næst gatnamótunum.
e. ástæða virðist vera til að setja á nokkrum stöðum vegrið á hinum endurbyggða Veiga-staðavegi og er sérstaklega bent á gilið norðan Breiðabliks.
f. Styrkja þarf vesturbakka Eyjafjarðarár norðan Sólgarðs þar sem Núpufellsá grefur undan veginum.
g. Beygja á Eyjafjarðarbraut vestri við Hólshús er mjög hættuleg. þarna þarf að breikka veginn og taka beygjuna af.
h. Breikka þarf veginn sunnan Espihóls og taka af beygju.
i. Beygjur á Eyjafjarðarbraut vestri sunnan öldu eru hættulegar og þyrfti að taka þær af.
j. Bundið slitlag verði sett við aðkomuna að Torfufellsbrú sitt hvoru megin brúarinnar.
k. Huga þarf sérstaklega að viðhaldi ofaníburðar á vegunum meðan þeir hafa ekki verið endurnýjaðir og vanda til þess efnisval svo halda megi þeim sæmilega holulausum með reglubundinni heflun. Dalsvegur, Eyjafjarðarbraut vestri sunnan Gullbrekku, Kristnesvegur syðri og Finnastaðavegur eru sérstaklega slæmir kaflar.

2. Annað.
í ítarlegri skýrslu sveitarstjórnar frá árinu 2004 var framkvæmdum við endurnýjun á tengi-vegakerfinu í sveitarfélaginu raðað í tímaáætlun. Tímaáætlun hefur ekki staðist vegna skorts á fjárveitingum en lokið er endurbyggingu Veigastaðavegar og fjárveiting er tryggð til endurbyggingar á Eyjafjarðarbraut vestri frá Sandhólum að Nesi og að öllum líkindum að Gullbrekku. Verkið verður unnað í vetur ef veðurfar leyfir. á gildandi vegaáætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum við Leifsstaðaveg (Knarrarbergsveg) á árinu 2008 og fyrsta fjárveiting til endurbyggingar á Hólavegi (kr. 50 millj.) er á vegaáætlun 2010.

Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra hafa fjárlaganefnd Alþingis og þingmönnum Norðausturkjördæmis verið kynntar kröfur um að allra leiða verði leitað til að fjárveitingar fáist til að flýta vegframkvæmdum í sveitarfélaginu. í þeirri kröfugerð er að hans sögn lögð áhersla á eftirfarandi:

2008 Nægileg fjárveiting fáist til að ljúka endurbyggingu Leifsstaðavegar.
Ný brú verði byggð á Eyjafjarðará í stað núverandi Stíflubrúar.
2009 Ný brú verði byggð á Eyjafjarðará í stað núverandi Hringmelsbrúar.
Viðbótarfjárveiting til endurbyggingar Hólavegar kr. 50 millj.

Ef þetta gengur eftir verða á árinu 2010 kr. 100 millj. til ráðstöfunar vegna endurbyggingar Hólavegar. Með sömu árlegu fjárveitingum myndi framkvæmdum við veginn ljúka árið 2012 eða einu ári síðar en áætlunin frá 2004 gerði ráð fyrir.

Ef gert er ráð fyrir að það fjármagn fáist árlega eftir 2012 sem þarf til að ljúka öðrum framkvæmdum skv. áætluninni frá 2004 yrði tímaáætlunin þessi miðað við óbreyttan forgang:

2013 Eyjafjarðarbraut eystri, Rútsstaðir að Fellshlíð, endurbygging.
2014 Kristnesvegur syðri, endurbygging.
2014 Ný brú við Hóla (á nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins er ekki gert ráð fyrir þessari brú. þess í stað þarf að gera ráð fyrir endurbyggingu vegarins um Jórunnarstaðaklifið
2015 Dalsvegur, endurbygging.
2016 Eyjafjarðarbraut eystri, Fellshlíð að Kálfagerði, fyrri áfangi, endurbygging.
Finnastaðavegur, breikkun, styrking og bundið slitlag.
2017 Eyjafjarðarbraut eystri, Fellshlíð að Kálfagerði, síðari áfangi, endurbygging.
2018 Eyjafjarðarbraut vestri , Espihóll að Sólgarði, breikkun, beygjur teknar af o. fl.
2019 Eyjafjarðarbraut vestri, Espihóll að Sólgarði, breikkun, beygjur teknar af o. fl.

Skipulagsnefnd beinir þeirri áskorun til sveitarstjórnar að fylgja enn fast eftir kröfum um framkvæmdir í samræmi við fyrri áætlanir og leita allra leiða til nýjar brýr verði á næstu tveimur árum byggðar í stað Stíflubrúar og Hringmelsbrúar.

3. ábendingar um aðgerðir sem sveitarfélagið ber kostnað af.
1. Hámarkshraði á Laugartröð verði strax takmarkaður við 30 km.
2. Lagður verði gangstígur frá Reykárhverfi 1 að afleggjaranum að Laugarborg.
3. Komið verði upp grindverki milli gangstéttar og vegar frá Laugarborgarafleggjaranum og a. m. k. að Krummakoti.

Samþykkt á fundi skipulagsnefndar 27. nóv. 2007.
Getum við bætt efni síðunnar?