Skipulagsnefnd

97. fundur 12. febrúar 2008 kl. 10:32 - 10:32 Eldri-fundur
97. fundur Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 5. febrúar 2008 og hófst hann kl. 18:45

Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, Emilía Baldursdóttir, Bjarni Kristjánsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. 0708008 - Reykárhverfi III - deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi sem afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan, landamerkjunum við Grísará að norðan, Eyjafjarðarbraut vestri að vestan og Eyjafjarðará að austan var auglýst með kynningar- athugasemdarfresti frá 10. des. 2007 til 23. jan. 2008. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti hana.

2. 0707016 - Umsókn um iðnaðarlóð - Jarðgerðarstöð
Tillaga að deiliskipulagi

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi iðnaðarlóðar í landi þverár þ. e. uppdráttur frá VGK Hönnun, dags. 4. feb. 2008, vnr. 9.610.270 ásamt greinargerð dags. í feb. 2008, skýrsla nr. VH-2008-009. Lóðin, sem merkt er I-5 er staðsett vestan efnistökusvæðis merkt ES-6. Stærð lóðarinnar er 57.300 ferm. á uppdrættinum er lega lóðarinna sýnd, aðkomuleið og staðsetning rotþróar. Gerð er grein fyrir þessum atriðum sem og fyrirhugaðri starfsemi, sem er jarðgerð lífræns úrgangs, í greinargerðinni. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 til staðfestingar á lóðinni. Tillaga þess efnis var samþykkt á 86. fundi nefndarinnar hinn 27. ág. 2007 og staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar hinn 28. s.m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi iðnaðarlóðar í landi þverár verði samþykkt og hún auglýst samhliða auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.20
Getum við bætt efni síðunnar?