Skipulagsnefnd

101. fundur 11. apríl 2008 kl. 10:03 - 10:03 Eldri-fundur
101. fundur skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 1. apríl 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Bjarni Kristjánsson,

Fundargerð ritaði:  Bjarni Kristjánsson ,

Dagskrá:

1.    0803034 - þverá 1 - Eldri námur, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Umsækjandi sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á landi sbr. 1. og 2. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Svæðið er skilgreint sem efnistökusvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 og er í landi þverár 1 og Ytra-Hóls. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna útmörk svæðisins. áður en unnt er að senda umsóknina til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun þarf að liggja fyrir áætlun um umhverfismat sbr. lög um umhverfismat áætlana nr.5/2006. þá beinir nefndin því til umsækjanda að gera mun nánari grein fyrir áætlunum um frágang efnistökusvæðisins, en sú áætlun getur verið hluti af umhverfismatsáætluninni. Einnig þarf umsækjandi að leggja fram nýja yfirlitsmynd sem sýnir núverandi umfang malarnáms á svæðinu.


2.    0803019 - þverá 1 - Eyjafjarðará, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Umsóknin tekur til efnisvinnslu úr farvegi þverár ytri milli efnistökusvæðanna í landi þverár og Ytra-Hóls. Afmörkun svæðisins kemur ekki fram á meðfylgjandi uppdráttum. áður en nefndin getur tekið umsóknina til afgreiðslu þarf umsækjandi að afla álits Landbúnaðarstofnunar sbr. 33. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.


3.    0803056 - Hóll II / Kroppsengi - Ragnar Ingólfsson sækir um leyfi fyrir afmörkun lóðar.

Um er að ræða tvær landsspildur, annars vegar 1.83 ha svæði umhverfis útihús að Hóli og hins vegar svonefnt Kroppsengi á bökkum Eyjafjarðarár sem umsækjandi keypti úr Kroppslandi fyrir nokkrum árum. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til fyrir liggur áritun eigenda aðlægra landa á uppdrætti til staðfestingar á að þeir geri ekki athugasemd við markalínurnar.


4.    0707009 - þórustaðir II - Tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst 12. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. sept. 2007. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Vegna mistaka hjá ritstjórn Lögbirtingablaðsins birtist ekki auglýsing um skipulagið eins og um var beðið. því þurfti að auglýsa tillöguna aftur og var það gert 11. feb. 2008. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2008. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


5.    0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst 12. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. sept. 2007. Vegna mistaka á ritstjórn Lögbirtingablaðsins birtist auglýsing ekki í blaðinu eins og um hafði verið beðið. því þurfti að auglýsa tillöguna aftur og var það gert 11. feb. 2008 með athugasemdafresti til 25. mars 2008. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


6.    0707008 - Signýjarstaðir tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst 12. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. sept. 2007. Vegna mistaka hjá ritstjórn Lögbirtingablaðsisn birtist auglýsing um skipulagið ekki í blaðinu eins og um hafði verið beðið. því þurfti að auglýsa tillöguna aftur og var það gert 11. feb. 2008 með athugasemdarfresti til 25. mars 2008. á fyrra auglýsingatímabilinu bárust tvær athugasemdir við tillöguna. Nýjar athugasemdir bárust ekki. Fyrri athugasemdir og afgreiðsla þeirra gildir áfram.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt. Emilía Baldursdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.


7.    0706002 - Grænahlíð - ofanflóðavarnir
Fyrir liggur minnisblað frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. 25. mars 2008. þar kemur fram að frumhönnun varnarmannvirkjanna er lokið og bent er á að sveitarstjórn þurfi að taka afstöðu til þess hvort auglýsa eigi deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Umfang framkvæmda er takmarkað og gefur ekki tilefni til sérstaks mats á umhverfisáhrifum né falla þær undir 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Varnirnar eru þó háðar framkvæmdaleyfi en í bráðabirgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga er sveitarstjórnum gert mögulegt að heimila einstakar framkvæmdir að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar án þess að fyrir liggi svæðis- eða deiliskipulag.
Nefndin leggur til að sú leið verði falin um leið og leitað verði eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til útgáfu framkvæmdaleyfis vegna varnargarðsins.


8.    0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20.10
Getum við bætt efni síðunnar?