Skipulagsnefnd

104. fundur 14. maí 2008 kl. 15:21 - 15:21 Eldri-fundur
104. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 13. maí 2008 og hófst hann kl. 18:45
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Bjarni Kristjánsson,

Fundargerð ritaði:  Bjarni Kristjánsson ,

Dagskrá:

1. 0805007 - Umsókn um leyfi til flutnings á fjallaskála í landi Kambfells.
Nefndin leggur til að veitt verði stöðuleyfi til eins árs í landi Miklagarðs. þá þarf umsækjandi að gera grein fyrir endanlegri staðsetningu hússins. Umsækjanda er bent á að lagfæra allt jarðrask sem hugsanlega verður við flutning á skálanum.


2. 0805006 - Umsókn um leyfi til flutnings sumarbústaðar í landi Teigs.
óskað er eftir leyfi til færa sumarbústaðinn að gamla þjóðveginum neðan Teigs til að reka þar gallerí (handverkshús).
Nefndin leggur til að umsækjandi fái bráðabirgðastöðuleyfi fyrir umrætt hús í eitt ár að þvi tilskyldu að Vegagerðin samþykki vegtengingu og umhverráðuneytið veiti undanþágu frá fjarlægðarmaörkum. Umsækjanda er bent á að hann kynni að þurfa leyfi heilbrigðiseftirlits til reksturs á galleríi.


3. 0801007 - Syðri-Varðgjá - Breyting á aðalskipulagi
Breytingin felst í fjölgun lóða úr 5 í 6 á svæði í brekkurótunum neðan Veigastaðavegar. Athugasemdafrestur við auglýsta breytingartillögu var til 9. maí s. l. Engar athugasemdir bárust og leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt.

4. 0803033 - Syðri - Varðgjá / Vogar. Deiliskipulag íbúðabyggðar
Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 3. tl. og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Nefndin frestar afgreiðslu þar til umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulagsbreytinguna.


5.  0802021 - Syðri-Varðgjá / Grásteinn. Deiliskipulag vegna íbúðarhúss.
Tilllagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi á lóð úr landi Syðri-Varðgjár sem staðfest er í gildandi aðalskipulagi. Athugasemdafrestur við tillöguna var til 9. maí s. l. Engar athugasemdir bárust og mælir nefndin með að tillagan verði samþykkt.


6. 0708028 - Knarrarberg - deiliskipulag
Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi á lóð sem staðfest er í gildandi aðalskipulagi. Athugasemdafrestur við auglýsta deiliskipulagstillögu rann út 9. maí s. l. Engar athugasemdir bárust við tillöguna og mælir nefndin með að hún verði samþykkt.


7. 0711011 - Hjálmsstaðir / Reykhús ytri - Breyting á aðalskipulagi
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun lóða fyrir íbúðarhús um tvær á íbúðarsvæði úr landi Reykhúsa. Svæðið er staðfest í gildandi aðalskipulagi. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna rann út 9. maí s. l. og bárust engar athugasemdir. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt.

8. 0802038 - Hjálmsstaðir/Reykhús Ytri - Deiliskipulag íbúðasvæðis
Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sbr. 7. tl. Engar athugasemdir bárust við tillöguna fyrir lok athugasemdafrestsins. Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar til umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulagsbreytinguna.


9. 0802039 - Rauðhús - Breyting á aðalskipulagi
Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun lóða um eina á frístundasvæði í landi Rauðhúsa. Heildarfjöldi lóða verður 22 eftir breytinguna. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna rann út 9. maí s. l. og barst engin athugasemd. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


10. 0801020 - Rauðhús - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 9. tl. Engar athugasemdir bárust áður en athugasemdafresturinn rann út. Nefndin frestar afgreiðslu tillögunnar þar til umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulagsbreytinguna.


11. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag og viljayfirlýsing.
Umfjöllun frestað.


12.  0804034 - ályktun aðalfundar BSE 2008 - Verndun ræktunarlands.
í ályktuninni er hvatt til þess að staðið verði vörð um ræktanlegt land í héraðinu og því ekki ráðstafað í öðrum tilgangi. Nefndin bendir á að í nýsamþykktu aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið er mörkuð skýr stefna hvað þetta varðar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20.10
Getum við bætt efni síðunnar?