Skipulagsnefnd

105. fundur 23. maí 2008 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur

105. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 22. maí 2008 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Bjarni Kristjánsson,

Fundargerð ritaði:  Bjarni Kristjánsson ,

Dagskrá:

1. 0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.
Vísað er til fyrri umfjöllunar nefndarinnar um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 vegna jarðgerðarstöðvar á eyrum þverár ytri. Breytingin felst í því að hluti efnistökusvæðis (ES-6) og landbúnaðarsvæði breytist í iðnaðarsvæði sem alls er ca. 5.7 ha. Efnistökusvæðið minnkar um ca. 1.3 ha. og verður eftir breytinguna 19.4 ha. Fyrir liggur uppdráttur sem unninn er af Benedikt Björnssyni, síðast dags. 15. apríl 2008, teikning nr. 1711 með árituðum skýringum. Einnig liggur fyrir fundinum umhverfisskýrsla dags. í maí 2008 (Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, jarðgerðarstöð í landi þverár)unnin af VGK-Hönnun. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif vegna reksturs jarðgerðarstöðvar verði óveruleg og ekki sé þörf á sérstökum mótvægisaðgerðum vegna framkvæmdarinnar. Skipulagsnefnd tekur undir þá niðurstöðu og telur byggingu og rekstur hennar jákvætt skref í þeirri viðleitni að draga úr og koma í veg fyrir urðun á lífrænum úrgangi í samræmi við áætlanir stjórnvalda, lög og reglugerðir. Hún mælir því með að sveitarstjórn samþykki skipulagsbreytinguna ásamt umhverfisskýrslunni.

2. 0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.
á fundinum var samþykkt að beina því til sveitarstjórnar að skipa vinnuhóp til að fjalla um kynningarmál sveitarfélagsins með einum fulltrúa frá hverri eftirtalinna nefnda: íþrótta- og tómstundanefnd, menningarmálanefnd, skipulagsnefnd, umhverfisnefnd og atvinnumálanefnd og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu. á fundi sínum hinn 18. mars 2008 tilnefndi skipulagsnefnd Emiliu Baldursdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópinn. Emilia gerir athugasemd við að hafa verið skipuð í nefndina að sér fjarstaddri en unir niðurstöðunni.

3. 0712008 - Skipulagsstofnun, efnistaka, námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram til kynningar.

4. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Lagt fram til kynningar.

5. 0709018 - Ytri - Varðgjá. Skipulag
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17.05

Getum við bætt efni síðunnar?