Skipulagsnefnd

108. fundur 28. júlí 2008 kl. 11:31 - 11:31 Eldri-fundur
108. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi,
föstudaginn 25. júlí 2008 og hófst hann kl. 08.00


Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Emilía Baldursdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Arnar árnason,

Fundargerð ritaði: Guðmundur Jóhannsson


Dagskrá:

1. 0801020 - Rauðhús - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Tekið fyrir að nýju mál frá fundi skipulagsnefndar frá 14. maí. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Sveitarstjóra er falið að senda hin samþykktu skipulagsgögn til Skipulagsstofnun til athugunar.

2. 0802038 - Hjálmsstaðir/Reykhús Ytri - Deiliskipulag íbúðasvæðis.

Tekið fyrir að nýju mál frá fundi skipulagsnefndar frá 14. maí. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Sveitarstjóra er falið að senda hin samþykktu skipulagsgögn til Skipulagsstofnun til athugunar.

3. 0807003 - Reykhús ytri, Hjálmsstaðir / Breiðasund umsókn um nafngift á lóðum

Tekið fyrir erindi frá Páli Ingvarssyni Reykhúsum þar hann óskar eftir lóðir merktar á deiliskipulagi A1 - A5 fái nöfnin Hjálmsstaðir 1 - 5 og að lóðir merktar B1 og B2 fái nöfnin Breiðasund 1 og 2
Skipulagsnefnd samþykkir erindið

4. 0807002 - Tilkynning Skipulagsstofnunar um að ekki sé heimilt að gera deiliskipulag fyrir einstaka lóðir

Lagt fram til kynningar

5. 0806041 - Aðalskipulag leiðrétting á séruppdrætti I, Kaupangshverfi - þórustaðir

Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 2025
Tillagan var auglýst samkvæmt 2.mgr 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í leiðréttingu á Aðalskipulagsuppdrætti,- séruppdráttur Kaupangshverfi.
Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar frá og með 4. júlí. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til og með 21. júlí 2008.

Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verið send umhverfisráðherra til staðfestingar.


6. 0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.

Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 2025
Tillagan var auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í stofnun iðnaðarlóðar á eyrum þverár ytri. Lóðin er ca. 5.7 ha og þar er fyrirhugað að reisa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang.

Tillagan var auglýst og lá frammi ásamt umhverfisskýrslu til kynningar frá 4. júní, athugasemdafrestur rann út þann 17. júlí 2008.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Gerðar hafa verið smávægilegar lagfæringar á skýrslu s.s. dagsetningar og færðar inn umsagnir.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar.


7. 0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9

Tekið fyrir erindi frá Ara Sigþóri Eðvaldssyni þar sem hann óskar eftir samþykki fyrir vegtengingu að loð nr. 9 við Leifstaðabrúnir. óskað er eftir að tillaga nr. 2 verði valin. Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og samþykki Bregsteins Gíslasonar fyrir vegtengingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir vegtengingu merkta tillaga 2 en bendir á að lóðir 7 og 8 geti þurft að nýta eða færa þessa tengingu síðar.



8. 0803033 - Syðri - Varðgjá / Vogar. Deiliskipulag íbúðabyggðar

Tekið fyrir að nýju mál frá fundi skipulagsnefndar frá 20. maí. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Sveitarstjóra er falið að senda hin samþykktu skipulagsgögn til Skipulagsstofnun til athugunar.






Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
Getum við bætt efni síðunnar?