Skipulagsnefnd

110. fundur 17. september 2008 kl. 08:58 - 08:58 Eldri-fundur
110. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 15. september 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Stefán árnason, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Jón Jónsson,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,


Dagskrá:

1.    0808014 - ósk um breytingu á skipulagi
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að ekki komi fram athugasemdir í grendarkynningu sem sveitarstjóra er falið að framkvæma.


2.    0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9
Við afgreiðslu skipulagsnefndar þann 27.7 2008 var tekið fyrir erindi frá Ara Sigþóri Eðvaldssyni þar sem hann óskar eftir samþykki fyrir vegtengingu að loð nr. 9 við Leifstaðabrúnir. Við afgeiðslu erindisins og í umsókn var ekki getið um að í gildi væri deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Skipulagsnefnd fellir því úr gildi afgreiðslu sína frá 27.7 2008.
Umsækjanda er bent á að óska þarf eftir breytingu á deiliskipulagi ef umrædd vegtenging á að fást samþykkt.


3.    0809010 - Torfur - Umsókn um framkvæmdaleyfi til malartöku úr Skjóldalsá
Tekið fyrir erindi frá Níelsi Helgasyni þar sem hann óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Skjóldalsá. í erindi Níelsar kemur fram að áin hefur safnað í sig miklu magni af grófri möl, í leysingum vill áin flæða út úr farvegi sínum og yfir tún.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu að svo stöddu þar sem ekki liggur fyrir heimild í aðalskipulagi, en sú heimild er nú í vinnslu. Ennfremur er beðið eftir áliti um lífríki Eyjafjarðarár.


4.    0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.
þann 23. júlí sl. barst Eyjafjarðarsveit umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Breytingin varðar nýtt iðnaðarsvæði í landi þverár vegna jarðgerðarstöðvar.
Gerðar voru eftirfarandi athugasemdir:
1) Færa þarf í umhverfisskýrslu rök fyrir eða skýra betur þá ákvörðun sem kemur fram í kafla 3.1. í umhverfisskýrslu að ekki þurfi hættumat vegna iðnaðarsvæðisins.
Vegna staðsetningar iðnaðarsvæðisins á flóðasvæði hefur Skipulagsstofnun bent á að afla umsagnar Vatnamælinga um flóðahættu á svæðinu.

óskað var umsagnar Vatnamælinga. Niðurstaða könnunar Vatnamælinga er að stofnunin telur að ekki séu líkur á vandkvæðum vegna flóða á lóðinni í ljósi fyrirliggjandi kringumstæðna. í ljósi þess telur skipulagsnefnd ekki tilefni til breytinga á auglýstri tilögu. Niðurstaða Vatnamælinga er tilgreind í umhverfisskýrslu og fylgir með í heild sinni sem viðauki.

2) í umhverfisskýrslu hefði verið æskilegt að birt væri kort af flóðasvæði Eyjafjarðarár sbr. greinargerð Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 til skýringar á lýsingu á umhverfisaðstæðum í umhverfisskýrslu.
Ekki er til kort af raunverulegu flóðasvæði Eyjafjarðarár. í umhverfisskýrslu hefur verið bætt við þeim hluta uppdráttar E. Skriður og grjóthlaup, árflóð sem sýnir afmörkun svæðis sem Eyjafjarðará getur flætt yfir. Afmörkun þess svæðis miðar við 10 m hæðalínu en byggir ekki á heimildum og rannsóknum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. þar sem málið hefur dregist mjög óskar Skipulagsnefnd eftir því við Skipulagsstofnun að hraða yfirferð gagna og senda tillöguna til staðfestingar umhverfisráðherra.

5.    0808010 - Syðri-Varðgjá / Vogar, Umsókn um nafn á íbúðarhúsi
í erindinu er sótt um að hús bréfritara verði skráð Vogar 7. Erindið er samþykkt með 3 athvæðum. EB sat hjá.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:35
Getum við bætt efni síðunnar?