Skipulagsnefnd

120. fundur 27. ágúst 2009 kl. 10:35 - 10:35 Eldri-fundur
120. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 24. ágúst 2009 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og  Jónas Vigfússon,

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri

Dagskrá:

1.    0908008 - Komma - Umsókn um leyfi fyrir tilfærslu aðstöðuhúss
Sótt er um leyfi til að flytja gamlan skúr og endurbyggja hann á nýjum stað. Grenndarkynning hefur farið fram og hafa nágrannar samþykkt þessa endurbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir nýjan byggingarreit fyrir aðstöðuhús en bendir á að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir húsinu.


2.    0907001 - Borgarhóll III - Umsókn um leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístunda- og gestahús
Sótt er um leyfi til að byggja frístunda- og gestahús skv. nýjum uppdrætti frá Búgarði dags. 24.8.2009.
Erindið samþykkt.

3.    0906007 - Umsókn um lóð og byggingarleyfi fyrir flugskýli á Melgerðismelum
Sótt er um leyfi til að byggja hús fyrir fisflugvélar á Melgerðismelum í samræmi við teikningar frá Búgarði dags. 20.8.2009.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, en einungis skuli heimilt að nota húsið til flugstarfsemi og þeir skilmálar verði settir inn í lóðarleigusamning. Einnig verði tryggt að húsið fullnægi öryggiskröfum gagnvart flugvellinum.

4.    0801008 - Laugafell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
á fundinn mætti árni ólafsson, arkitekt sem hefur unnið skipulag svæðisins. Hann og Jónas sögðu frá samráðsfundi sem þeir fóru á með málsaðilum í Laugafelli.
Samkomulag náðist á fundinum með hagsmunaaðilum.
í ljósi þess samkomulags samþykkir skipulagsnefnd skipulagstillöguna svo breytta. Með þessu samkomulagi telur nefndin að búið sé að koma til móts við innsenda athugasemd við skipulagið


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18.24
Getum við bætt efni síðunnar?