Skipulagsnefnd

129. fundur 18. febrúar 2010 kl. 09:23 - 09:23 Eldri-fundur
129. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 17. febrúar 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.Dagskrá:

1.     0910018 - Skólalóð - deiliskipulag
Ingvar og ómar ívarssynir frá X-2 mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu tillögur að deiliskipulagi sem þeir hafa verið að vinna.

        
2.     0912011 - Knarrarberg - Umsókn um leyfi til að stækka geymsluhúsnæði
Bjarni Kristjánsson sækir um heimild til að stækka hús að Knarrarbergi, sem í fasteignamati er skráð sem geymsla. Fyrirhuguð viðbygging verður til norðurs frá núverandi húsi. Erindið var tekið fyrir á 127. fundi skipulagsnefndar þann 4. janúar s.l. þar var ákveðið að setja erindið í grenndarkynningu. Grenndarkynningu er nú lokið og eini nágranninn sem tjáði sig um málið er hlynntur áformum um bygginguna.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. bráðabirgðaákvæða í skipulags- og byggingarlögum.

        
3.     0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Skipulagið var kynnt á almennum kynningarfundi 6. janúar s.l. og athugasemdafrestur er útrunninn.
Athugasemd barst frá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri, en hún snýr að því að félagið hefur áhyggjur af því að með samþykkt héraðsleiðar 8 þá verði dráttur á að stofnreiðleiðin eftir bökkum Eyjafjarðarár verði opnuð.
Hestamannafélagið Funi í Eyjafjarðarsveit sendi bréf og lýsir ánægju með að gert sé ráð fyrir fjölgun reiðleiða á skipulagi og telur að héraðsleiðir 2 og 8 muni í fyllingu tímans verða kærkomnar viðbætur við stofnleið 1 og héraðsleið 3. Félagið ítrekar áhyggjur sínar vegna öryggismála og þá einkum við brú yfir þverá fremri.
þá barst umsögn frá Vegagerðinni en nýjar veghönnunarreglur hennar þrengja heimildir um gerð reiðvega meðfram vegum. Vegamálastjóri hefur þó veitt undanþágu til að héraðleiðir 2 og 8 verði innan veghelgunarsvæða, en utan öryggissvæða sem er 11 m frá akbrautarbrún á Miðbraut en 9 m frá akbrautarbrún á Eyjafjarðarbraut eystri sunnan Miðbrautar.
ákveðið að breyta skipulaginu til samræmis við þetta. Hvað varðar athugasemd frá Létti þá er bent á að um skipulag er að ræða en ekki framkvæmdaáætlun.
Skipulagið samþykkt.

        
4.     1001007 - Hálendisvegir og slóðar
    Landssamband hestamannafélaga hefur með bréfi sínu dags. 21. janúar 2010 sent áskorun um að reiðvegir og reiðslóðar verði ekki skertir frá því sem kemur fram á kortum sem send voru með erindinu.
Ekki stendur til að skerða reiðleiðir í Eyjafjarðarsveit en erindið gefur ekki tilefni til ályktana að öðru leyti.
        

5.     1001005 - Akrahreppur - Aðalskipulag 2010-2022, kynning
Aðalskipulag Akrahrepps, sem nú er í vinnslu, hefur verið sent Eyjafjarðarsveit til umsagnar og samráðs sbr. bréf tpz teiknistofu dags. 21.01.2010.
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar lýst vel á skipulagið en telur æskilegt að reiðleiðir á hálendinu verði samræmdar við kort um reiðleiðir á Norðurhálendi samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins, unnið af Landmótun ehf. 08.02.1999.

        
6.     0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Frestað.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:45
Getum við bætt efni síðunnar?