Skipulagsnefnd

136. fundur 14. maí 2010 kl. 10:52 - 10:52 Eldri-fundur
136 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 12. maí 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.     1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
á fundi skipulagsnefndar 19. apríl s.l. hafnaði skipulagsnefnd erindi Sigurgeirs Garðarssonar ehf. um að Eyjafjarðarsveit sjái um breytingar á aðalskipulagi þannig að 4,46 ha. landspilda úr landi Staðarhóls verði tekin úr landbúnaðarnotum og breytt í frístundasvæði og að jafnframt verði heimilað að gera deiliskipulag af svæðinu. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu þar sem hún taldi að engar röksemdir hefðu komið fram um að þörf sé á viðbótarsvæði til orlofshúsabyggðar í landi Staðarhóls sem skerði landbúnaðarsvæði og beindi því til umsækjanda að nýta svæði FS13e sem hann hefur heimild fyrir í aðalskipulagi.
Með bréfi umsækjanda dags. 9. maí s.l. eru færð rök fyrir óskinni um að taka nýtt svæði á Selhjallanum undir frístundasvæði á undan svæði FS13e. Telur umsækjandi nánast ómögulegt að endurvinna landið til grasræktar. Svæðið sé jafnframt samliggjandi frístundasvæði í landi öngulstaða. Reiknað sé með að hluti nýja frístundasvæðisins verði nýtt til ferðaþjónustu í tengslum við fyrirhugaða ferðaþjónustu á Staðarhóli og þá sé nálægðin ótvíræður kostur. þá telur umsækjandi stofnkostnað of mikinn til að hefja frístundabyggð á svæði FS13e vegna fjarlægðar frá veitum og vegalagninga, en að áætlanir geri ráð fyrir að taka það svæði til notkunar síðar.
Telur umsækjandi að jákvæð afgreiðsla þessa máls sé mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi búsetu og landbúnaði á Staðarhólsjörðinni.
Skipulagsnefnd fellst á þessi rök og samþykkir erindið. Aðalskipulagsbreytingin afgreiðist sem meiri háttar breyting á aðalskipulagi.

        
2.     1005006 - Ysta-Gerði Umsókn um leyfi til að byggja gestahús á jörðinni
þorvaldur Hallsson óskar leyfis til að byggja gestahús í Ysta-Gerði. Staðsetning hússins er skv. uppdrætti frá Búgarði og stærð þess u.þ.b. 25 m² og heildarhæð um 3,3 m.
ákveðið að óska eftir frekari gögnum í samræmi við greinargerð aðalskipulags, bls. 30. Málinu frestað.

        
3.     1004012 - þverá fasteign ehf sækir um byggingareit fyrir stoðefnageymslu
Formanni falið að ræða við umsækjanda. Málinu frestað.

        
4.     0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Eftir vettvangsferð 10. maí s.l. samþykkir skipulagsnefnd skipulagið fyrir sitt leyti eins og það er lagt fram. Sveitarstjóra falið að rökstyðja ákvörðunina í samræmi við umræður á fundinum.

        
5.     1005005 - Jódísarstaðir - Umsókn um heimild fyrir landskiptum vegna sumarbústaðar neðan þjóðvegar
Landeigendur Jódísarstaða óska eftir heimild til landskipta þannig að 0,47 ha. landspilda verði tekin úr landbúnaðarnotum vegna sumarbústaðar, sem staðið hefur á jörðinni frá 1974.
Jónas Vigfússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindið samþykkt.
         
6.     0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
Landsnet hf. óskar eftir því að skipulagsyfirvöld taki inn á aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar legu nýrra 220kV línu frá Akureyri að Kröflu sbr. uppdrátt sem fylgdi umsókninni.
Skipulagsnefnd óskar eftir fundi með umsækjendum, ásamt sveitarstjórn og umhverfisnefnd áður en lengra verður haldið.
         
7.     1004008 - Aðalskipulag þingeyjarsveitar 2010-2022 - umsögn
Málinu frestað.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00
Getum við bætt efni síðunnar?