Skólanefnd

192. fundur 16. mars 2011 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

192 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 15. mars 2011 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir, þór Hauksson Reykdal og Sigmundur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.


Dagskrá:

1.  0905003 - Starfsmannamál grunn- og leikskóla
 Greint frá ráðningu aðstoðarskólastjóra  leikskóladeildar.  Sex umsóknir bárust.  Hrund Hlöðversdóttir var ráðin og mun hún hefja störf  í byrjun maí.

   
2.  1103008 - Erindisbréf skólanefndar
 Sveitarstjóri lagði fram drög að erindisbréfi skólanefndar.  Afgreiðslu frestað.

   
3.  1103009 - Skólavogin
 Lagt fram til kynningar.  Skólanefnd hefur óskað eftir kynningu á verkefninu.

   
4.  1103010 - þingsályktunartillaga um fræðslu um skaðsemi áfengis
 Lagt fram til kynningar. 

   
5.  1101007 - Skólanámsskrá grunnskóladeildar
 Karl lagði fram skólanámskrá grunnskóladeildar.  Skólanámskrá leikskóladeildar verður tilbúin í haust.

   
6.  1103011 - þingsályktunartillaga um mikilvægi trúarbragðakennslu
 Lagt fram til kynningar. 

   
7.  1103012 - þingsályktunartillaga um ljóðakennslu og skólasöng
 Lagt fram til kynningar. 

   
8.  0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
 Samningur um rekstur mötuneytis rennur út í sumar.  Sveitarstjóra falið að undirbúa útboðsgöng sem lögð verði fyrir skólanefnd áður en til útboðs kemur.  Reksturinn verður boðinn út samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins.

   
9.  1103014 - Skólaakstur
 Samningur um skólaakstur rennur út í sumar.  Sveitarstjóra falið að undirbúa útboðsgöng sem lögð verði fyrir skólanefnd áður en til útboðs kemur.  Aksturinn verður boðinn út samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins.

   
10.  1103015 - Skýrsla skólanefndar 2010
 Skýrsla skólanefndar lögð fram.

   
11.  1103013 - Námskeið fyrir skólanefndir
 Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar hvattir til að sækja námskeiðið.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:15

Getum við bætt efni síðunnar?