194 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 20. september 2011 og
hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Sigmundur Guðmundsson, Jónas Vigfússon,
Karl Frímannsson, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1109013 - Opnunartími leikskóladeildar
Erindi frá stjórnanda leikskóladeildar um styttingu
opnunartíma. Samþykkt að opnunartími verði frá 7:30-16:30
2. 1109015 - Foreldrahandbók leikskóladeildar
Inga Bára kynnti foreldrahandbók. Handbókin var send foreldrum í
síðasta mánuði. Skólanefnd fagnar útkomu handbókarinnar.
3. 1109014 - Aðalnámskrá grunnskóla
Karl kynnti aðalnámskrá grunnskóla og drög að
skólanámskrá.
4. 1109016 - Mönnun Hrafnagilsskóla 2011-2012
Karl fór yfir mönnun Hrafnagilsskóla. Fagfólki hefur
fjölgað á leikskóladeild.
5. 1105017 - ávaxta- og grænmetisstundir
Skólanefnd leggur til að ávaxtastundum verði haldið áfram og
hráefniskostnaður leggist við mötuneytisgjald.
6. 1011012 - Fjárhagsáætlun 2011
Farið yfir fjárhagsáætlun og rekstur fyrstu átta mánuði
ársins.
7. 1103008 - Erindisbréf skólanefndar
Skólanefnd ítrekar að sveitarstjórn endurskoði erindisbréf nefndarinnar í samræmi við ný grunnskólalög.
8. 1103009 - Skólavogin
Formaður sagði frá kynningafundi um skólavogina. Ekki var tekin afstaða til
þátttöku í verkefninu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30