Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 198. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í matsal Hrafnagilsskóla,
þriðjudaginn 27. mars 2012 og hófst hann kl. 20:30
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri,
Karl Frímannsson embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Lilja Sverrisdóttir varamaður, Jóhann ólafur Halldórsson
varamaður og Hrund Hlöðversdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir, formaður
Dagskrá:
1. 1203015 - Samræming vistunargjalda 2012
Fjallað var um vistunargjöld leikskóla sveitarfélagsins og þau borin saman við vistunargjöld leikskóla nágrannasveitarfélaganna.
ákveðið að fá sambærilegan samanburð á gjaldi vegna skólavistunar/frístundar á næsta fundi og taka ákvörðun um
vistunargjöld sveitarfélagsins í kjölfarið.
2. 1203016 - Skóladagatal Krummakots 2012-2013
Skólanefnd samþykkir að stíga skref
í átt að fjölskylduvænna samfélagi, samræma til reynslu vetrarfrí leik- og grunnskóla og hafa vetrarfrí 14. og 15. febrúar
í leikskóla næsta skólaár. Mikilvægt er að kynna þá ákvörðun sem liggur til grundvallar vel fyrir samfélaginu
öllu. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.
3. 1203014 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2012-2013
Skólanefnd samþykkir
skóladagatalið.
4. 1202011 - Lög og reglugerðir
Farið var yfir reglugerð um
sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum og reglur um skólaakstur
í grunnskóla. ákveðið að senda fyrirspurn til Menntamálaráðuneytisins er varðar 2. grein reglna um skólaaksturinn um
ábyrgð.
5. 1103014 - Skólaakstur
Farið var yfir drög útboðsgagna skólaaksturs.
6. 0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
Farið var yfir drög útboðsgagna
mötuneytis.
7. 1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
Nefndin samþykkir endurskoðaðan samning um ráðgjafaþjónustu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:30